Tiger ekki verið í verri stöðu í 18 ár en samt tekjuhæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 10:15 Tiger Woods virðist ekki líklegur til að vinna mót þessa dagana. vísir/getty Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri. Golf Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er í 62. sæti á heimslistanum í golfi en nýr listi var birtur í gær. Hann hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1996 eða í heil 18 ár. Tiger, sem átti frábært ár 2013 og var kjörinn PGA-kylfingur ársins, var ömurlegur í fyrra og vann ekki eitt einasta mót. Hann hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og hætti keppni eftir ellefu holur á Farmers-meistaramótinu sem fram fór um helgina. Þá lék hann sinn versta hring á ferlinum á öðru móti í Phoenix fyrir tveimur vikum þegar hann spilaði 18 holur á 82 höggum eða ellefu höggum yfir pari. Fari svo að Tiger verði ekki búinn að rífa sig upp á meðal 50 efstu fyrir byrjun mars verður hann ekki með á WGC-heimsmótinu sem fram fer á Trump National-vellinum í Flórída 5.-8. þess mánaðar. Tiger hefur unnið það mót sjö sinnum en þar spila aðeins 50 efstu menn heimslistans. Sigurvegarinn á mótinu fær ríflega eina og hálfa milljón dala í sinn hlut. Rory McIlroy er efstur á heimslistanum sem fyrr og Henrik Stenson í öðru sæti, en Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson er þriðji. Fjórir Bandaríkjamenn eru á meðal tíu efstu. Þrátt fyrir skelfilegt gengi á golfvellinum að undanförnu ern Tiger engu að síður tekjuhæsti kylfingurinn tólfta árið í röð. Hann rakaði inn 55 milljónum dala á síðasta ári eða 7,2 miljörðum króna. Nær allar tekjurnar eða 99 prósent koma í gegnum styrktarsamninga. Þrátt fyrir að vera efstur tólfta árið í röð hafa tekjur hans aldrei verið lægri.
Golf Mest lesið Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira