„Við erum auðvitað svekktir að falla úr keppni með þessum hætti. Við sköpuðum nóg af færum í fyrri hálfleik til að gera þetta að erfiðu kvöldi fyrir Besiktas,“ sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, svekktur á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöldi.
„Ég er stoltur af liðinu og hér var frábært andrúmsloft sem við kunnum að meta. En við erum svo svekktir því við lögðum svo mikið í þennan leik.“
Vítaspyrnukeppnin í heild sinni:
Liverpool er enn í harðri baráttu um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni sem gefur auðvitað sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá lifa menn á Anfield enn í voninni um að lyfta enska bikarnum í maí.
„Nú einbeitum við okkur að deildinni þar sem okkur gengur mun betur. Við erum líka í góðum séns í fleiri keppnum. Ég get ekkert gert nema hrósað mínum leikmönnum,“ sagði Rodgers. „Því miður fyrir okkur var Istanbúl ekki ánægjulegur staður í kvöld.“