Endurskoða þurfi ábyrgð ríkisins frekar en handtökuaðferðir Sunn Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2015 14:45 Á myndbandinu sem náðist af atvikinu sést að þegar konan var komin upp að hlið bílsins hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór út úr bílnum og greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Því næst var hún færð í lögreglubílinn. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur ekki þörf á að endurskoða handtökuaðferðir hér á landi. Hann segir hins vegar að endurskoða þurfi ábyrgð ríkisins í rannsóknum á málum sambærilegum máli lögreglumannsins sem á síðasta ári var dæmdur fyrir líkamsárás, þrátt fyrir að hafa beitt viðurkenndi handtökuaðferð.Líta þurfi til nágrannaþjóða „Eina leiðin sem svona mál geta farið í dag er í rannsókn og síðan ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara og þaðan til úrskurðar fyrir dómi. Það er ekki til nein hlutlaus innri endurskoðun sem fer yfir svona mál. Þau verða að fara þennan farveg og þess vegna ætti að endurskoða húsbóndaábyrgð stofnana ríkisins í svona málum. Það gæti jafnvel verið einhver bótaskylda ríkissjóðs vegna meiðsla við handtökuna,“ bætir hann við og segir að líta ætti til nágrannaþjóðanna. „Það þarf að koma á einhverju öðru kerfi svipuðu og er til dæmis í Bretlandi, víða í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, þar sem svona mál eru skoðuð sérstaklega, þ.e ekki af aðilum innan lögreglukerfisins sem þá rannsaka hvort rétt hafi verið staðið að málum, hvort rétt hafi verið að handtaka viðkomandi,“ segir Snorri.Viðurkennd aðferð sem ekki þarf að endurskoða Lögreglumaðurinn sem um ræðir var vikið frá störfum í gær en hafði ekki verið við störf frá 8. júlí 2013. Hann var á síðsta ári dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás við handtöku á konu á Laugavegi sumarið 2013. Atvikið vakti mikla athygli og var áberandi í fjölmiðlum, enda náðist það á myndband og fór sem eldur í sinu um netheima. Lögreglan sætti mikilli gagnrýni í kjölfarið og var maðurinn sagður hafa beitt óþarfa harðræði. Snorri segir að um hafi verið að ræða viðurkennda handtökuaðferð. Sú aðferð sé norsk en að norskt handtökukerfi hafi verið tekið upp hér á landi fyrir nokkrum árum. Því hafi lögreglumaðurinn beitt viðurkenndri aðferð á konuna ölvuðu en að það hefði verið óheppilegt að bekkurinn, sem konan slengdist utan í, hafi verið þarna.Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt norsku aðferðina sem lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 að aðferðin væri hættuleg. Hún er þó lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Stórt og flókið mál „Maðurinn var að vinna þarna að sínum störfum og þetta leit illa út á myndbandi, eins og allar aðrar handtökur gera. Í dómnum var lítið tillit tekið til framburðar þeirra lögreglumanna sem kenna þessar aðferðir í lögregluskólanum, og við það erum við ósáttir,“ segir hann og bætir við að málið sé mun flóknara og stærra en raun beri vitni. „Það er búið að dæma viðkomandi í skilorðsbundið fangelsi gegn valdstjórninni vegna ofbeldis, eða fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns. Í svoleiðis tilvikum getur verið um mögulega smithættu að ræða sem getur þýtt óvissu fyrir viðkomandi lögreglumann í allt að sex mánuði á meðan beðið er niðurstöðu úr blóðrannsóknum, og það eru fordæmi fyrir því. Þannig að það er ýmislegt þarna sem kemur ekki fram og þarf að skoða,“ segir Snorri að lokum. Konan sem var handtekin játaði brot sín skýlaust og var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október 2013. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var óskað. Myndbandið af handtökunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. 22. nóvember 2013 16:20 "Ég hef aldrei séð fallega valdbeitingu“ Kennarar við lögreguskólann gáfu áðan skýrslu vegna lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Þeir segja að sá ákærði hafi fengið of litla þjálfun - lögreglumenn fengju yfir höfuð of litla þjálfun. 22. nóvember 2013 14:23 Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46 Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Verjandi lögreglumannsins segir dómara hafa lagt aðaláherslu á að konan hafi verið mjög ölvuð og því hafi ekki mátt handtaka hana með þeim hætti sem gert var. 6. desember 2013 20:11 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur ekki þörf á að endurskoða handtökuaðferðir hér á landi. Hann segir hins vegar að endurskoða þurfi ábyrgð ríkisins í rannsóknum á málum sambærilegum máli lögreglumannsins sem á síðasta ári var dæmdur fyrir líkamsárás, þrátt fyrir að hafa beitt viðurkenndi handtökuaðferð.Líta þurfi til nágrannaþjóða „Eina leiðin sem svona mál geta farið í dag er í rannsókn og síðan ákærumeðferð hjá ríkissaksóknara og þaðan til úrskurðar fyrir dómi. Það er ekki til nein hlutlaus innri endurskoðun sem fer yfir svona mál. Þau verða að fara þennan farveg og þess vegna ætti að endurskoða húsbóndaábyrgð stofnana ríkisins í svona málum. Það gæti jafnvel verið einhver bótaskylda ríkissjóðs vegna meiðsla við handtökuna,“ bætir hann við og segir að líta ætti til nágrannaþjóðanna. „Það þarf að koma á einhverju öðru kerfi svipuðu og er til dæmis í Bretlandi, víða í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð, þar sem svona mál eru skoðuð sérstaklega, þ.e ekki af aðilum innan lögreglukerfisins sem þá rannsaka hvort rétt hafi verið staðið að málum, hvort rétt hafi verið að handtaka viðkomandi,“ segir Snorri.Viðurkennd aðferð sem ekki þarf að endurskoða Lögreglumaðurinn sem um ræðir var vikið frá störfum í gær en hafði ekki verið við störf frá 8. júlí 2013. Hann var á síðsta ári dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás við handtöku á konu á Laugavegi sumarið 2013. Atvikið vakti mikla athygli og var áberandi í fjölmiðlum, enda náðist það á myndband og fór sem eldur í sinu um netheima. Lögreglan sætti mikilli gagnrýni í kjölfarið og var maðurinn sagður hafa beitt óþarfa harðræði. Snorri segir að um hafi verið að ræða viðurkennda handtökuaðferð. Sú aðferð sé norsk en að norskt handtökukerfi hafi verið tekið upp hér á landi fyrir nokkrum árum. Því hafi lögreglumaðurinn beitt viðurkenndri aðferð á konuna ölvuðu en að það hefði verið óheppilegt að bekkurinn, sem konan slengdist utan í, hafi verið þarna.Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt norsku aðferðina sem lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 að aðferðin væri hættuleg. Hún er þó lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Stórt og flókið mál „Maðurinn var að vinna þarna að sínum störfum og þetta leit illa út á myndbandi, eins og allar aðrar handtökur gera. Í dómnum var lítið tillit tekið til framburðar þeirra lögreglumanna sem kenna þessar aðferðir í lögregluskólanum, og við það erum við ósáttir,“ segir hann og bætir við að málið sé mun flóknara og stærra en raun beri vitni. „Það er búið að dæma viðkomandi í skilorðsbundið fangelsi gegn valdstjórninni vegna ofbeldis, eða fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns. Í svoleiðis tilvikum getur verið um mögulega smithættu að ræða sem getur þýtt óvissu fyrir viðkomandi lögreglumann í allt að sex mánuði á meðan beðið er niðurstöðu úr blóðrannsóknum, og það eru fordæmi fyrir því. Þannig að það er ýmislegt þarna sem kemur ekki fram og þarf að skoða,“ segir Snorri að lokum. Konan sem var handtekin játaði brot sín skýlaust og var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október 2013. Hún vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var óskað. Myndbandið af handtökunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. 22. nóvember 2013 16:20 "Ég hef aldrei séð fallega valdbeitingu“ Kennarar við lögreguskólann gáfu áðan skýrslu vegna lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Þeir segja að sá ákærði hafi fengið of litla þjálfun - lögreglumenn fengju yfir höfuð of litla þjálfun. 22. nóvember 2013 14:23 Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46 Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Verjandi lögreglumannsins segir dómara hafa lagt aðaláherslu á að konan hafi verið mjög ölvuð og því hafi ekki mátt handtaka hana með þeim hætti sem gert var. 6. desember 2013 20:11 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. 22. nóvember 2013 16:20
"Ég hef aldrei séð fallega valdbeitingu“ Kennarar við lögreguskólann gáfu áðan skýrslu vegna lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Þeir segja að sá ákærði hafi fengið of litla þjálfun - lögreglumenn fengju yfir höfuð of litla þjálfun. 22. nóvember 2013 14:23
Lögreglumaður í fangelsi fyrir harkalega handtöku á Laugavegi Handtakan var áberandi í fjölmiðlum og fór myndband af henni sem eldur í sinu um netheima. 11. desember 2014 16:46
Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Verjandi lögreglumannsins segir dómara hafa lagt aðaláherslu á að konan hafi verið mjög ölvuð og því hafi ekki mátt handtaka hana með þeim hætti sem gert var. 6. desember 2013 20:11