Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2015 13:10 Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu. Menn kunna ekki að skýringar á því hvernig það má vera að Íslendingar nota mest allra í Evrópu af þunglyndislyfjum. Vísir Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira