Kynjakvótar í kvikmyndagerð Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2015 10:46 Margir innan hins fámenna fags sem er kvikmyndaiðnaður á Íslandi súpa beinlínis hveljur vegna kröfu um kynjakvóta. Talsverð umfjöllun og umræða hefur verið að undanförnu um rýran hlut kvenna í kvikmyndageiranum. Formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Dögg Mósesdóttir, segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð – staðan sé mjög vandræðaleg. Dögg nefnir kynjakvóta í greinina sem möguleika. Vísir hefur rætt við ýmsa reynda kvikmyndagerðarmenn sem súpa hveljur vegna þessarar kröfugerðar og telja hana til þess fallna að draga kvikmyndagerðina niður og senda hana mörg ár aftur í tímann. Kvikmyndageirinn er lítill og þetta hefði meðal annars það í för með sér að ef ýta eigi reyndum mönnum til hliðar á þessum forsendum, sem hafa lifað tímana tvenna, glatist töluverð þekking og reynsla. Í raun hljóti þetta að vera með þeim hætti að allir tapi, verði þetta ráðandi faktor við úthlutanir til verkefna. „Þarna eru hættumerki,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, einn okkar reyndasti kvikmyndaleikstjóri. Og, það sem meira er – nú þegar er búið að tæma sjóði kvikmyndamiðstöðvar; úthlutanir sem hafa að einhverju leyti tekið mið af þessari kröfugerð. Alls óvíst er um að það takist að fullfjármagna verkefnin og því gæti komið verulegt bakslag í framleiðslu nýrra íslenskra kvikmynda.Vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð um fjármögnun verkefna fyrir árið 2016.Fyrir öllu að líta til þess hvort verkefnið sé vænlegt Vilyrði um fjármögnun til verkefna frá Kvikmyndastöð, hvar Laufey Guðjónsdóttir hefur ráðið ríkjum undanfarin ár, dekka ekki nema lítinn hluta framleiðslukostnaðar. Vilyrðið er í raun ávísun á möguleika á að fjármagna kvikmynd til fulls. Slíkir sjóðir eru erlendis. Þeir aðilar sem leggja til fé í kvikmyndir horfa lítt til þess kynjakvótar eru frumforsenda þess að vilyrði eru veitt. Þeir líta til þess hvort verkefnið er vænlegt áður en þeir leggja til það fé sem þarf til að ljúka fjármögnun. Friðrik Þór segir vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð dekka minna en helming kostnaðar. „Þá þarf að leita eftir auknu fjármagni, þeir sem það leggja til miða við gæði á verkefninu, handrit og hvort myndin sé vænleg. Það er algjörlega fáránlegt að láta vilyrði úr Kvikmyndamiðstöð ráðast af kynjakvótum. Þetta verður að fara eftir gæðum verkefnanna fyrst og fremst.“Erfitt að fjármagna myndir nýgræðinga Friðrik Þór hefur ekki síst áhyggjur, og þá verulegar, af því að verið sé að veita byrjendum vilyrði, hvort sem um konu eða karl er að ræða. Hann vill sjá fólk fá að gera mistök á öðrum vettvangi, til dæmis í sjónvarpi, fremur en við gerð kvikmyndar í fullri lengd. „Mér finnst bara rosalega mikil ábyrgð í að setja svona margar myndir af stað með byrjendum.“ Friðrik vísar jafnframt til þess að fáar konur séu „establisheraðir“ leikstjórar, og þannig höfundar mynda, og það er mjög erfitt að fjármagna myndir nýgræðinga. Ég þekki það bara sjálfur mæta vel,“ segir Friðrik og vísar til verkefnisins Hross í oss, fyrsta verk Benedikts Erlingssonar, sem Friðrik framleiddi. Hann segir að gríðarlega erfitt hafi reynst að sækja fjármagn vegna þess að myndin var fyrsta mynd leikstjóra. Það tókst reyndar, og sú mynd hefur farið sigurför um heiminn, en það stóð tæpt.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Falskar forsendur Það hefur hallað á konur í gegnum tíðina, Friðrik Þór segir það svo, en það hafi verið verið lagað talsvert á undanförnum árum. „Þessi kröfugerð núna er á fölskum forsendum,“ segir Friðrik og þylur upp dæmi þess efnis að konur hafi fengið vilyrði á undanförnum árum. „Þær eru búnar að taka yfir, þær eru með öll vilyrðin á þessu ári. Það er bara stress síðan í hitteðfyrra. Þetta var lagað mikið.“ Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda tekur í sama streng og Friðrik. Og, hann er ósáttur við einstefnu í umfjöllun um þessi mál, telur hana beinlínis gefa kolskakka mynd: „Fréttin forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn byrjaði á þessari setningu: „Í nýjum gögnum um kynjahlutföll í kvikmyndagerð árið 2014 kemur glöggt í ljós karllægur kvikmyndaiðnaður. Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki.“ Þessi niðurstaða byggir á mjög þröngu úrtaki úr kvikmyndagreininni. Myndir í fullri lengd árið 2014 eru sérstaklega teknar út og eingöngu horft til 7 kvikmyndaverka af þeim vel á annað hundrað sem framleidd voru á Íslandi árið 2014. Sem betur fer er staðan ekki jafnslæm og ráða má af upphafi fréttarinnar,“ segir Hilmar.Á þessari mynd má sjá að ekki hallar eins mikið á konur í faginu og margir vilja vera láta þegar þeir setja fram kröfu um kynjakvóta.Hilmar bendir jafnframt á að sé horft innsendinga í Edduna í ár sem voru 108 talsins, þá kemur í ljós að af innsendum verkum, er rétt tæpum helmingi verkanna leikstýrt og þau skrifuð af körlum, 23 prósent af konum og 28 prósent þar sem bæði kynin koma að leikstjórn og handritsvinnu. „Ef úthlutanir og vilyrði Kvikmyndasjóðs til leikinna kvikmynda í fullri lengd á stærra tímabili eru skoðaðar, þá kemur í ljós að um 29 prósent þeirra eru til kvikmynda sem er leikstýrt af konum, sé horft yfir tímabilið 2011-2016. Það er því ljóst að framundan eru væntanlegar fleiri kvikmyndir í fullri lengd, leikstýrðum af konum og vonandi um kvenlegri viðfangsefni. Þess má geta að umsóknir um framleiðslufjárfestingu leikinna kvikmynda í fullri lengd eru í nákvæmlega sama hlutfalli á viðkomandi tímabili,“ segir Hilmar.Konur ráða miklu í greininni Þegar verið er að meta vægi kvenna í kvikmyndagreininni er einnig sjálfsagt að líta til stöðu kvenna í stjórnum lykilstofnana, fyrirtækja og félaga í kvikmyndagreininni: „Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar er kona. Kynjahlutföll í stöðum ráðgjafa við Kvikmyndamiðstöð hafa verið jöfn. Formaður Kvikmyndaráðs er kona. Konur eru meirihluti stjórnarfólks í stjórnum fagfélaganna þriggja sem koma að samkomulagi um kvikmyndagerð. Framkvæmdastjórar þriggja stærstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækja landsins eru konur og framkvæmdastjórar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Heimilis kvikmyndanna og Stockfish – Evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eru allt konur, svo eitthvað sé talið til,“ segir Hilmar, sem telur ljóst, að þessu sögðu, að það er ekki hægt að dæma hlut kvenna í kvikmyndagerð út frá einu sjö mynda úrtaki fyrir eitt ár. „Það má að sjálfsögðu gera betur til að jafna leika, en það er verður að skoða myndina frá stærra sjónarhorni, því mjög lítil úrtök reynast oftar en ekki sýna skakka mynd.“ Bíó og sjónvarp Eddan Jafnréttismál Tengdar fréttir Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona segir tækin og tólin meira metin en farða og flíkur í heimi kvikmyndanna. 21. febrúar 2015 13:00 Konur að kjötkötlunum Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. 23. febrúar 2015 07:00 Konur ráða litlu: "Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Talsverð umfjöllun og umræða hefur verið að undanförnu um rýran hlut kvenna í kvikmyndageiranum. Formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Dögg Mósesdóttir, segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð – staðan sé mjög vandræðaleg. Dögg nefnir kynjakvóta í greinina sem möguleika. Vísir hefur rætt við ýmsa reynda kvikmyndagerðarmenn sem súpa hveljur vegna þessarar kröfugerðar og telja hana til þess fallna að draga kvikmyndagerðina niður og senda hana mörg ár aftur í tímann. Kvikmyndageirinn er lítill og þetta hefði meðal annars það í för með sér að ef ýta eigi reyndum mönnum til hliðar á þessum forsendum, sem hafa lifað tímana tvenna, glatist töluverð þekking og reynsla. Í raun hljóti þetta að vera með þeim hætti að allir tapi, verði þetta ráðandi faktor við úthlutanir til verkefna. „Þarna eru hættumerki,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, einn okkar reyndasti kvikmyndaleikstjóri. Og, það sem meira er – nú þegar er búið að tæma sjóði kvikmyndamiðstöðvar; úthlutanir sem hafa að einhverju leyti tekið mið af þessari kröfugerð. Alls óvíst er um að það takist að fullfjármagna verkefnin og því gæti komið verulegt bakslag í framleiðslu nýrra íslenskra kvikmynda.Vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð um fjármögnun verkefna fyrir árið 2016.Fyrir öllu að líta til þess hvort verkefnið sé vænlegt Vilyrði um fjármögnun til verkefna frá Kvikmyndastöð, hvar Laufey Guðjónsdóttir hefur ráðið ríkjum undanfarin ár, dekka ekki nema lítinn hluta framleiðslukostnaðar. Vilyrðið er í raun ávísun á möguleika á að fjármagna kvikmynd til fulls. Slíkir sjóðir eru erlendis. Þeir aðilar sem leggja til fé í kvikmyndir horfa lítt til þess kynjakvótar eru frumforsenda þess að vilyrði eru veitt. Þeir líta til þess hvort verkefnið er vænlegt áður en þeir leggja til það fé sem þarf til að ljúka fjármögnun. Friðrik Þór segir vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð dekka minna en helming kostnaðar. „Þá þarf að leita eftir auknu fjármagni, þeir sem það leggja til miða við gæði á verkefninu, handrit og hvort myndin sé vænleg. Það er algjörlega fáránlegt að láta vilyrði úr Kvikmyndamiðstöð ráðast af kynjakvótum. Þetta verður að fara eftir gæðum verkefnanna fyrst og fremst.“Erfitt að fjármagna myndir nýgræðinga Friðrik Þór hefur ekki síst áhyggjur, og þá verulegar, af því að verið sé að veita byrjendum vilyrði, hvort sem um konu eða karl er að ræða. Hann vill sjá fólk fá að gera mistök á öðrum vettvangi, til dæmis í sjónvarpi, fremur en við gerð kvikmyndar í fullri lengd. „Mér finnst bara rosalega mikil ábyrgð í að setja svona margar myndir af stað með byrjendum.“ Friðrik vísar jafnframt til þess að fáar konur séu „establisheraðir“ leikstjórar, og þannig höfundar mynda, og það er mjög erfitt að fjármagna myndir nýgræðinga. Ég þekki það bara sjálfur mæta vel,“ segir Friðrik og vísar til verkefnisins Hross í oss, fyrsta verk Benedikts Erlingssonar, sem Friðrik framleiddi. Hann segir að gríðarlega erfitt hafi reynst að sækja fjármagn vegna þess að myndin var fyrsta mynd leikstjóra. Það tókst reyndar, og sú mynd hefur farið sigurför um heiminn, en það stóð tæpt.Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.Falskar forsendur Það hefur hallað á konur í gegnum tíðina, Friðrik Þór segir það svo, en það hafi verið verið lagað talsvert á undanförnum árum. „Þessi kröfugerð núna er á fölskum forsendum,“ segir Friðrik og þylur upp dæmi þess efnis að konur hafi fengið vilyrði á undanförnum árum. „Þær eru búnar að taka yfir, þær eru með öll vilyrðin á þessu ári. Það er bara stress síðan í hitteðfyrra. Þetta var lagað mikið.“ Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda tekur í sama streng og Friðrik. Og, hann er ósáttur við einstefnu í umfjöllun um þessi mál, telur hana beinlínis gefa kolskakka mynd: „Fréttin forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn byrjaði á þessari setningu: „Í nýjum gögnum um kynjahlutföll í kvikmyndagerð árið 2014 kemur glöggt í ljós karllægur kvikmyndaiðnaður. Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki.“ Þessi niðurstaða byggir á mjög þröngu úrtaki úr kvikmyndagreininni. Myndir í fullri lengd árið 2014 eru sérstaklega teknar út og eingöngu horft til 7 kvikmyndaverka af þeim vel á annað hundrað sem framleidd voru á Íslandi árið 2014. Sem betur fer er staðan ekki jafnslæm og ráða má af upphafi fréttarinnar,“ segir Hilmar.Á þessari mynd má sjá að ekki hallar eins mikið á konur í faginu og margir vilja vera láta þegar þeir setja fram kröfu um kynjakvóta.Hilmar bendir jafnframt á að sé horft innsendinga í Edduna í ár sem voru 108 talsins, þá kemur í ljós að af innsendum verkum, er rétt tæpum helmingi verkanna leikstýrt og þau skrifuð af körlum, 23 prósent af konum og 28 prósent þar sem bæði kynin koma að leikstjórn og handritsvinnu. „Ef úthlutanir og vilyrði Kvikmyndasjóðs til leikinna kvikmynda í fullri lengd á stærra tímabili eru skoðaðar, þá kemur í ljós að um 29 prósent þeirra eru til kvikmynda sem er leikstýrt af konum, sé horft yfir tímabilið 2011-2016. Það er því ljóst að framundan eru væntanlegar fleiri kvikmyndir í fullri lengd, leikstýrðum af konum og vonandi um kvenlegri viðfangsefni. Þess má geta að umsóknir um framleiðslufjárfestingu leikinna kvikmynda í fullri lengd eru í nákvæmlega sama hlutfalli á viðkomandi tímabili,“ segir Hilmar.Konur ráða miklu í greininni Þegar verið er að meta vægi kvenna í kvikmyndagreininni er einnig sjálfsagt að líta til stöðu kvenna í stjórnum lykilstofnana, fyrirtækja og félaga í kvikmyndagreininni: „Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar er kona. Kynjahlutföll í stöðum ráðgjafa við Kvikmyndamiðstöð hafa verið jöfn. Formaður Kvikmyndaráðs er kona. Konur eru meirihluti stjórnarfólks í stjórnum fagfélaganna þriggja sem koma að samkomulagi um kvikmyndagerð. Framkvæmdastjórar þriggja stærstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækja landsins eru konur og framkvæmdastjórar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Heimilis kvikmyndanna og Stockfish – Evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík eru allt konur, svo eitthvað sé talið til,“ segir Hilmar, sem telur ljóst, að þessu sögðu, að það er ekki hægt að dæma hlut kvenna í kvikmyndagerð út frá einu sjö mynda úrtaki fyrir eitt ár. „Það má að sjálfsögðu gera betur til að jafna leika, en það er verður að skoða myndina frá stærra sjónarhorni, því mjög lítil úrtök reynast oftar en ekki sýna skakka mynd.“
Bíó og sjónvarp Eddan Jafnréttismál Tengdar fréttir Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona segir tækin og tólin meira metin en farða og flíkur í heimi kvikmyndanna. 21. febrúar 2015 13:00 Konur að kjötkötlunum Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. 23. febrúar 2015 07:00 Konur ráða litlu: "Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona segir tækin og tólin meira metin en farða og flíkur í heimi kvikmyndanna. 21. febrúar 2015 13:00
Konur að kjötkötlunum Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. 23. febrúar 2015 07:00
Konur ráða litlu: "Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01