Lífið

Myndaveisla: Grandos tryllti kvenþjóðina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Grandos drengirnir léku listir sínar.
Grandos drengirnir léku listir sínar. mynd/ásdís rán
Síðastliðna helgi var haldið Konukvöld á Spot í Kópavogi þar sem búlgararska dans strákateymið kom fram.

„Það var alveg brjáluð stemning,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum konukvöldsins og bætir við að Grandos hópurinn hafi kunnað vel við sig á Íslandi. „Þeim fannst íslenskar konur heldur ágengar en ánægðir með að þær að hafi skemmt sér.“

„Strákarnir voru alveg rosalega flottir allir og fíluðu Ísland í tætlur. Þeir íhuguðu að flytja hingað á næsta ári og gerast einkaþjálfarar,“ segir Ásdís, hlær og bætir við: „Það er aldrei að vita nema þeir setjist bara að hérna.“

Hún útilokar ekki hún muni jafnvel endurtaka slíkt kvöld hér á landi. „Það er aldrei að vita nema það verði planað eitthvað svona fyrir næsta ár, þá undirbúið með aðeins meiri fyrirvara og gert aðeins stærra,“ segir Ásdís að lokum.


Tengdar fréttir

Þessi kyntröll eru á leið til landsins

Að kvöldinu loknu gefst gestum tækifæri á að mynda sig með þessum búlgörsku kyntröllum sem ferðasta landa á milli til að sýna kroppinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×