Lífið

Lágvöruverslanir selja leikföng tengd Fimmtíu gráum skuggum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin tengist óbeint.
Myndin tengist óbeint. vísir/getty
Bækurnar um ævintýri Anastasia Steele og Christian Grey hafa farið sem stormsveipur um heiminn síðustu ár og fyrir skemmstu kom út kvikmynd byggð á fyrstu bókinni. Byggingavöruverslanir og kynlífstækjabúðir hafa notið góðs af velgengni myndarinnar og bókanna en nú eru lágvöruverslanir einnig byrjaðar að ryðja sér til rúms á þennan markað. KTLA5 greinir frá.

Verslunarkeðjan Target hefur hafið að selja leikföng og varning tengdan myndunum. Innihald pakkanna er mismunandi. Í einum þeirra má finna kerti, nudd- og baðolíur og augnbindi. Í öðrum má finna sleipiefni og titrandi unaðshringi. Munina má ýmist finna í heilsuhorni búðanna eða við hliðina á raftækjunum.

Ýmsar fatabúðir hafa tekið sig til og prentað línur frá persónunum á fatnað. Þar á meðal má nefna boli sem á stendur „Eign Christian Grey“. Bangsaframleiðandinn Vermont Teddy Bears hefur einnig búið til sérstakan bangsa tileinkað bókaflokknum.

Aðdáendur bókanna vita hins vegar að þessir hlutir eru aðeins hálfdrættingar á við það sem kemur fram í bókunum og þeir sem stunda lífstílinn vita að það sem kemur fram í bókunum er sjaldnast í nokkrum takti við það sem gerist innan senunnar. Breska verslunin Lovehoney er með einkarétt á að selja sérstök leikföng sem koma fyrir í bókunum.


Tengdar fréttir

Eins og McDonalds-hamborgari, næringarsnauður og innihaldslaus

Niðurstaða: Raunverulegt BDSM getur verið frábært krydd en þá þarftu líka að kunna til verka. Fantasían þarf ekki vera pólitískt rétt og það er allt í lagi að verða graður í bíói en þessi mynd er bara froða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×