Lífið

Leonard Nimoy liggur á sjúkrahúsi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nimoy í hlutverki Vúlkanans Dr. Spock.
Nimoy í hlutverki Vúlkanans Dr. Spock. vísir/getty
Leikarinn Leonard Nimoy dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hann fann fyrir miklum verkjum í brjósti. Hann var fluttur á UCLA Medical Center í Los Angeles fyrir tæpri viku og dvelur þar enn. Þetta kemur fram á vef Independent.

Nimoy, sem er 82 ára, er þekktastur fyrir að hafa leikið Spock í Star Trek þáttunum. Hann hefur ítrekað þurft að leggjast inn á sjúkrahús á undanförnum mánuðum.

Í fyrra upplýsti hann um að hann þjáðist af langvinnum lungnasjúkdómi þrátt fyrir að hafa hætt að reykja fyrir rúmum þremur áratugum. Afleiðingar sjúkdómsins, sem kallast COPD, eru mikill hósti, andnauð og tíðar sýkingar.

Nimoy var eini leikarinn úr upprunalegu seríunum sem var einnig í nýjustu myndinni sem kom út árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×