Innlent

Ekkert eftirlit haft með brottkasti á hrefnu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár.
Þrjú skip á bak við veiðarnar síðastliðin tvö ár.
Ekkert eftirlit er haft með brottkasti á hval en áætlað er að nýtingarhlutfall hverrar veiddrar hrefnu sé á bilinu 43 til 51 prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbunaðarráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.



Þar segir að í vísindaveiðum Hafrannsóknarstofnunar árin 2001 til 2007 hafi meðalþyng hrefnu verið reiknuð. Sé tekið mið af þeim útreikningum og gögnum um meðalþyngd vigtun á lönduðum hrefnuafla má áætla að nýtingarhlutfall dýranna hafi verið að jafnaði 43 prósent árið 2013 og 51 prósent á síðasta ári.



Vildi ekki upplýsa ráðuneytið

Tollstjóri neitaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um upplýsingarnar þegar ráðuneyti hans aflaði gagna til að svara fyrirspurn Katrínar. Tollstjóri bar fyrir sig upplýsingalögum sem tarkmarkar rétt almennings að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.



Hvalur hf. var hins vegar til í að láta ráðuneytið hafa upplýsingarnar þegar óskað var eftir því við fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum sem fyrirtækið gaf voru 169.960 kíló af hvalkjöti endursend árin 2013 og 2014.



Þrjú skip á bak við veiðarnar

Í svari Sigurðar Inga kemur einnig fram að það séu aðeins þrjú mismunandi skip hafi veitt allar hrefnurnar á tímabilinu, sem samtals voru 59. Það eru Hafsteinn SK-3, með 18 dýr, Halldór Sigurðsson ÍS 14, með 3 dýr, og Hrafnreyður KÓ-100, með 38 dýr.



Upplýsingar um staðsetningar þar sem dýrin voru veidd má nálgast á kortinu hér fyrir neðan. Til að fá upplýsingar um viðkomandi dýr er hægt að færa músabendilinn yfir punktinn og smella á hann. Bláir punktar eru dýr veidd árið 2014 en rauðir árið 2013. Stærð punktanna fer eftir lengd dýrsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×