Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi

Er fyrirtækið sýknað vegna annmarka á rannsókn málsins, eins og segir í dómnum, þar sem aðeins ein baka var rannsökuð af Matís.
Þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka að um óhapp hafi verið að ræða af hálfu matvælaframleiðandans. Það hefði því verið eðlilegt af hálfu ákæruvaldsins „að hlutast til um frekari rannsókn málsins með töku og rannsókn fleiri sýna, þar sem ákæruvaldinu ber að sanna að ekki hafi verið um óhappatilvik að ræða.“
Jón Haukur Hauksson, sækjandi í málinu, segist ekki telja að þessi dómur veiti matvælaframleiðendum eitthvað svigrúm þegar kemur að innihaldslýsingum.
„Þetta er mjög afmarkað og sérstakt mál svo ég held að þetta breyti engu um annað,“ segir Jón Haukur í samtali við Vísi.
Aðspurður hvort tekin hafi verið ákvörðun um að áfrýja málinu segir hann svo ekki vera.
Tengdar fréttir

Ákærðir fyrir að blekkja neytendur
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum.

Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum.

Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka
Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti
"Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein).

Gæðakokkar skipta um nafn
Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti.