Lífið

Óskarinn 2015: Allt um hátíðina á einum stað

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Frá undirbúningi Óskarsverðlaunanna
Frá undirbúningi Óskarsverðlaunanna Vísir/getty
Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram við glæsilega athöfn í Dolby leikhúsinu í Los Angeles í nótt.

Vísir stendur Óskarsvaktina í nótt og færir ykkur fréttirnar um leið og þær gerast. Einnig verður hægt að fylgjast með Lífinu á Vísi á twitter.

Þessi frétt verður uppfærð eftir því sem líður á nóttina.

Hér má sjá lista yfir tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.

Mikil rigning er á rauða dreglinum og er unnið hörðum höndum að því að hreinsa rauða dregilinn.

Kynnirinn Neil Patrick Harris er að fara á kostum. Opnunaratriðið var stórkostlegt og svo toppaði hann sig með því að koma fram á nærbuxunum.



Besta myndin: Birdman.

Besta leikkona í aðalhlutverki: Julianne Moore, Still Alice.

Besti leikari í aðalhlutverki: Eddie Redmayne, The Theory of Everything.

Besti leikstjóri: Alejandro González Iñárittu, Birdman.

Besti leikari í aukahlutverki: J.K Simmons, Whiplash.

Besta leikkona í aukahlutverki: Patricia Arquette, Boyhood.

Besta búningahönnun: Milena Canonero, The Grand Budapest Hotel.

Besta hár og förðun: Frances Hannon og Mark Coulier, The Grand Budapest Hotel.

Besta teiknimynd: Big Hero 6.

Besta klipping: Tom Cross, Whiplash.

Besta tónlist: Alexandre Desplat, The Grand Budapest Hotel.

Besta kvikmyndataka: Emmanuel Lubezki, Whiplash.

Besta heimildarmynd: Citizen Four

Besta lag: Glory úr kvikmyndinni Selma.

Besta erlenda mynd: Ida, Pólland.

Besta leikna stuttmynd: The Phone Call.

Besta stuttmynd, heimildarmynd: Crisis Hotline.

Besta stuttmynd, teiknimynd: Feast

Bestu tæknibrellur: Interstellar.

Besta hljóðblöndun: Craig Mann, Ben Wilkins og Thomas Curley, Whiplash.

Besta hljóðvinnsla: Alan Robert Murray og Bub Ashman, American Sniper.

Besta leikmynd: Grand Budapest Hotel.

Besta frumsamda handrit: Birdman.

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: The Imitation Game.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×