Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Vísir/GVA Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi. Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi.
Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16