Lífið

Bylgjan í keppni evrópskra útvarpsstöðva - Fylgstu með í beinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Heimir og Gulli eru fulltrúar Bylgjunnar í kvöld.
Heimir og Gulli eru fulltrúar Bylgjunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm
Bylgjan tekur þátt í evrópskri keppni útvarpsstöðva í kvöld klukkan 19.00. Útvarpsstöðin RAI Radio 2 á Ítalíu heldur keppnina en í henni leggja þær stöðvar sem etja kappi fram þá tónlist sem þær spila og hlustendur kjósa um hvor stöðin fellur þeim betur í geð.

Fulltrúar Bylgjunnar í keppninni eru þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason úr þættinum Í bítið og keppa þeir við slóvenska stöð í beinni útsendingu nú í kvöld. Hlustendur geta kosið Bylgjuna með því að slá inn kassamerkið #radiobattleIS í færslu á Facebook eða Twitter-aðgangi sínum. Einungis er hægt að kjósa á meðan keppnin er í gangi.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni á útvarpsstöðinni RAI Radio2.

Uppfært 20.10: Bylgjumenn báru sigur úr bítum í mjög jafnri viðureign við Slóvena og eru þar með komnir í undanúrslit keppninnar. Þess má geta að af þeim sex lögum sem Heimir og Gunnlaugur spiluðu, voru fjögur íslensk: Little Talks með Of Monsters and Men, Walk on water með Kaleo og lögin Unbroken og Once Again úr nýjustu forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar. Þeir kumpánar keppa næst í Mílanó-borg þann 15. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×