Lífið

Erfiður konudagur hjá Össuri: „Sjálfstraustið er í molum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Átti ég að kaupa blóm eða ástarkökur frá MS?“
"Átti ég að kaupa blóm eða ástarkökur frá MS?“ vísir/gva
Össur Skarphéðinsson greip í tómt þegar hann ætlaði að heilla eiginkonu sína á konudaginn sem eins og allir karlmenn eru meðvitaðir um er í dag.

Þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherrann fyrrverandi greinir frá því að á heimili hans, þar sem finna má þrjár konur - eiginkonu hans auk dætra - hafi skapast töluverðar væntingar um tilþrif ábyrgs heimilisföður í aðdraganda konudagsins.

„Í gær var ég ekki kominn að neinni niðurstöðu. Átti ég að kaupa blóm eða ástarkökur frá MS?“ velti Össur fyrir sér og lagðist til svefns í torkennilegu hugarástandi sem hafi verið eins konar blanda af frammistöðu- og valkvíða.

Össur greinir frá því að hluti heimilismanna sé á fullu í Crossfit og því fylgi mataræði „sem kennt er við steinaldarmenn“ -paleo. Því hafi ástarkakan ekki passað í ár. En þegar hann kom heim með blómin greip hann í tómt.

„Konurnar voru allar horfnar. Ein að læra, önnur að vinna og dr. Árný að syngja með Kvennakórnum langt fram á kvöld. Kettirnir líta afturámóti svo á að blómin séu ný tegund af lostætum kattamat eða nýtt leikfang.“

Dagurinn hafi því snúist upp í styrjöld við óargardýrin sem hafa stökkbreyst í jurtaætur.

„Sjálfstraustið er í molum og ég er strax farinn að kvíða kvöldinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×