„Ég tók þær ákvarðanir sem enginn pólitíkus hefði þorað að taka“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 16:47 Jón Gnarr leikur á alls oddi í tímaritinu Houstonia. Houstonia Bandaríska tímaritið Houstonia reynir að svara því hvers vegna í ósköpunum fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, er kominn þangað. Í ítarlegu viðtali við Jón Gnarr er rifjaður upp ferill hans og segir blaðamaður Houstonia, atriðið úr Fóstbræðrum þar sem Jón Gnarr syngur lagið My Way sem Hitler í karókí vera fyndið á öllum tungumálum.Jón Gnarr kvartar undan því í viðtalinu að hafa ekki enn séð neinn íbúa Houston með skotvopn á sér og bjóst við meiri kúrekastemningu en blaðamaðurinn útskýrir fyrir Jóni að það séu nokkuð strangar reglur um meðferð skotvopna í borginni en bendir honum á að síðar í mánuði verður sett upp kúrekasýning í borginni og þá mun hann fá að upplifa allar fyrir fram mótaðar hugmyndir sínar um Texas-ríki Bandaríkjanna.Mótmæli hentuðu ekki friðarsinnanum Jón Gnarr segist í viðtalinu vera friðarsinni og því hafi búsáhaldarbyltingin ekki hentað honum til að koma á breytingum á Íslandi eftir bankahrunið árið 2008. Hann ákvað í staðinn að stofna Besta flokkinn þar sem hann gerði grín að kosningaloforða stjórnmálaflokka og lofaði meðal annars fíkniefnalausu Alþingi árið 2020. „Það eru afar fáir grínistar í dag sem eru taldir hættulegir og það er draumur hvers grínista, að dansa á línunni, vera hættulegur. Ég fór hins vegar með grínið á þetta stig og yrði ekki hissa ef við sæjum grínista hópast í pólitíkina,“ segir Jón Gnarr í viðtalinu.Tók ákvarðanir sem pólitíkusar eru hræddir við Jón segist sem borgarstjóri hafa þurft að fara í sársaukafullan niðurskurð til að koma í veg fyrir að Reykjavíkurborg færi sömu leið og Detroit-borg eftir bankahrunið. „Ég tók þær ákvarðanir sem enginn pólitíkus hefði þorað að taka því þeir óttast um orðstír sinn og feril. Þess vegna þarf pólitíska elítan að hverfa frá og mun gera það vegna þess að hún er ófær um að gera það sem þarf að gera,“ segir Jón Gnarr.„Jöklarnir eru að bráðna“ Hann er spurður út í mögulegt forsetaframboð á Íslandi og segist Jón vera spurður að því daglega en svarar því að hann búi nú í Houston þar sem hann starfar við Rice-háskólann en hann segir hlutverk sitt þar að brúa bilið á milli annars vegar orku- og umhverfisrannsókna og hins vegar listar og miðla. „Það eru margir haldnir ranghugmyndum um mjög mikilvæg málefni, þar á meðal ég. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trú, hvað er staðreynd og hvað er uppspuni, en ég hef reynslu af pólitík og loftslagsbreytingar eru fyrst og fremst pólitískt mál. Við höfum mjög augljós merki um breytingar. Það er allt að hitna og jöklarnir eru að bráðna. Sumir þeirra hafa algjörlega horfið.“ Hann er í framhaldinu spurður álits um þá ákvörðun bandaríska þingsins að hafna frumvarpi þar sem staðfest er að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru raunverulegar. „Þetta er svolítið eins og að vera greindur með lungnakrabbamein. Er það af því að ég reykti þegar ég var yngir? Það skiptir engu máli því þú ert með lungnakrabbamein.“Vill vera lengur í Bandaríkjunum Samningur Jóns Gnarr við Rice-háskólann er til einnar annar en hann er með atvinnuleyfi til þriggja ára í Bandaríkjunum. Hann segist hafa áhuga á frekari vinnu í Bandaríkjunum og hefur þegar hafið samstarf við Umbrella-leikhúshópinn sem ætlar að setja upp leikrit hans Hotel Volkswagen. Sjá viðtalið í Houstonia hér. Alþingi Tengdar fréttir Jón Gnarr segir Seltjarnarnes ekkert án Reykjavíkur Fyrrverandi borgarstjóri tekur upp hanskann fyrir Reykjavík og Dag B. Eggertsson. 12. febrúar 2015 14:32 Guð er ekki til Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. 14. febrúar 2015 06:00 „Við erum í rauninni ekki til“ Jón Gnarr er heimspekilegur, eins og áður, þar sem hann veltir fyrir sér stóru spurningum lífsins í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 7. mars 2015 14:14 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bandaríska tímaritið Houstonia reynir að svara því hvers vegna í ósköpunum fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, er kominn þangað. Í ítarlegu viðtali við Jón Gnarr er rifjaður upp ferill hans og segir blaðamaður Houstonia, atriðið úr Fóstbræðrum þar sem Jón Gnarr syngur lagið My Way sem Hitler í karókí vera fyndið á öllum tungumálum.Jón Gnarr kvartar undan því í viðtalinu að hafa ekki enn séð neinn íbúa Houston með skotvopn á sér og bjóst við meiri kúrekastemningu en blaðamaðurinn útskýrir fyrir Jóni að það séu nokkuð strangar reglur um meðferð skotvopna í borginni en bendir honum á að síðar í mánuði verður sett upp kúrekasýning í borginni og þá mun hann fá að upplifa allar fyrir fram mótaðar hugmyndir sínar um Texas-ríki Bandaríkjanna.Mótmæli hentuðu ekki friðarsinnanum Jón Gnarr segist í viðtalinu vera friðarsinni og því hafi búsáhaldarbyltingin ekki hentað honum til að koma á breytingum á Íslandi eftir bankahrunið árið 2008. Hann ákvað í staðinn að stofna Besta flokkinn þar sem hann gerði grín að kosningaloforða stjórnmálaflokka og lofaði meðal annars fíkniefnalausu Alþingi árið 2020. „Það eru afar fáir grínistar í dag sem eru taldir hættulegir og það er draumur hvers grínista, að dansa á línunni, vera hættulegur. Ég fór hins vegar með grínið á þetta stig og yrði ekki hissa ef við sæjum grínista hópast í pólitíkina,“ segir Jón Gnarr í viðtalinu.Tók ákvarðanir sem pólitíkusar eru hræddir við Jón segist sem borgarstjóri hafa þurft að fara í sársaukafullan niðurskurð til að koma í veg fyrir að Reykjavíkurborg færi sömu leið og Detroit-borg eftir bankahrunið. „Ég tók þær ákvarðanir sem enginn pólitíkus hefði þorað að taka því þeir óttast um orðstír sinn og feril. Þess vegna þarf pólitíska elítan að hverfa frá og mun gera það vegna þess að hún er ófær um að gera það sem þarf að gera,“ segir Jón Gnarr.„Jöklarnir eru að bráðna“ Hann er spurður út í mögulegt forsetaframboð á Íslandi og segist Jón vera spurður að því daglega en svarar því að hann búi nú í Houston þar sem hann starfar við Rice-háskólann en hann segir hlutverk sitt þar að brúa bilið á milli annars vegar orku- og umhverfisrannsókna og hins vegar listar og miðla. „Það eru margir haldnir ranghugmyndum um mjög mikilvæg málefni, þar á meðal ég. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trú, hvað er staðreynd og hvað er uppspuni, en ég hef reynslu af pólitík og loftslagsbreytingar eru fyrst og fremst pólitískt mál. Við höfum mjög augljós merki um breytingar. Það er allt að hitna og jöklarnir eru að bráðna. Sumir þeirra hafa algjörlega horfið.“ Hann er í framhaldinu spurður álits um þá ákvörðun bandaríska þingsins að hafna frumvarpi þar sem staðfest er að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru raunverulegar. „Þetta er svolítið eins og að vera greindur með lungnakrabbamein. Er það af því að ég reykti þegar ég var yngir? Það skiptir engu máli því þú ert með lungnakrabbamein.“Vill vera lengur í Bandaríkjunum Samningur Jóns Gnarr við Rice-háskólann er til einnar annar en hann er með atvinnuleyfi til þriggja ára í Bandaríkjunum. Hann segist hafa áhuga á frekari vinnu í Bandaríkjunum og hefur þegar hafið samstarf við Umbrella-leikhúshópinn sem ætlar að setja upp leikrit hans Hotel Volkswagen. Sjá viðtalið í Houstonia hér.
Alþingi Tengdar fréttir Jón Gnarr segir Seltjarnarnes ekkert án Reykjavíkur Fyrrverandi borgarstjóri tekur upp hanskann fyrir Reykjavík og Dag B. Eggertsson. 12. febrúar 2015 14:32 Guð er ekki til Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. 14. febrúar 2015 06:00 „Við erum í rauninni ekki til“ Jón Gnarr er heimspekilegur, eins og áður, þar sem hann veltir fyrir sér stóru spurningum lífsins í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 7. mars 2015 14:14 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Jón Gnarr segir Seltjarnarnes ekkert án Reykjavíkur Fyrrverandi borgarstjóri tekur upp hanskann fyrir Reykjavík og Dag B. Eggertsson. 12. febrúar 2015 14:32
Guð er ekki til Hugmyndin um Guð hefur verið mér hugleikin frá því ég var barn. Foreldrar mínir voru ekkert sérstaklega trúaðir. 14. febrúar 2015 06:00
„Við erum í rauninni ekki til“ Jón Gnarr er heimspekilegur, eins og áður, þar sem hann veltir fyrir sér stóru spurningum lífsins í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 7. mars 2015 14:14