Dagný: Man alveg hvað hún heitir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. mars 2015 06:30 Dagný lék sinn 50. landsleik gegn Noregi á föstudaginn. vísir/daníel „Já, ég man mjög vel eftir honum,“ sagði knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Fréttablaðið um helgina, aðspurð hvort hún muni eftir fyrsta A-landsleiknum sem hún spilaði. Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. Þá var Dagný 18 ára og með stjörnur í augunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Dagný 23 ára, leikmaður Bayern München og leikur sinn 51. landsleik þegar Ísland mætir Bandaríkjunum á Algarve-mótinu á morgun. „Ég byrjaði inni á og viðurkenni að ég var frekar stressuð og með stjörnur í augunum að mæta þessum stelpum. Það verður aðeins öðruvísi að mæta þeim á morgun,“ sagði Dagný um fyrsta landsleikinn en man hún hvernig henni gekk í honum? „Örugglega skítsæmilega, miðað við fyrsta leik. Ekkert frábærlega og ekkert illa heldur,“ sagði hún en Ísland tapaði leiknum 2-0, þar sem bæði mörkin komu á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Það fyrra var sjálfsmark en Lauren Chaney skoraði seinna markið. Ísland átti þó góða möguleika á að fá eitthvað út úr leiknum en hinn þekkti markvörður Bandaríkjanna, Hope Solo, varði tvær vítaspyrnur frá íslenska liðinu. Dagný spilaði í fjögur ár með liði Florida State í bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstír. Fjórða og síðasta árið hennar í Florida State var draumi líkast en þá varð liðið bandarískur háskólameistari, í fyrsta sinn í sögu skólans. Dagný var fyrirliði Florida State og var valin í lið ársins í háskólaboltanum. Hún kannast við nokkra leikmenn bandaríska liðsins frá skólaárunum vestanhafs. „Það eru fjórar sem ég spilaði á móti og stelpan sem er á miðjunni hjá þeim, Morgan Brian, var valinn besti leikmaður háskólaboltans þegar ég var valin næstbest. Ég gleymi því ekkert hvað hún heitir,“ sagði Dagný og hló við en þær Brian áttust þrisvar við á síðustu fjórum mánuðum Dagnýjar í skólanum. Fyrir utan stelpurnar sem Dagný spilaði gegn í háskólaboltanum er bandaríska liðið frekar gamalt, en tólf af þeim 25 sem skipa leikmannahópinn á Algarve eru fæddar 1985 eða seinna. Til að mynda verður fyrirliði Bandaríkjanna, miðvörðurinn Christie Rampone, fertug á árinu en hún hefur spilað yfir 300 landsleiki. Bandaríkin taka Algarve-mótið mjög alvarlega en liðið var saman í 90 daga fyrir mótið. Það verður því við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu á morgun en það tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. „Auðvitað reikna allir með bandarískum sigri, en ef við spilum vel getum við alveg náð góðum úrslitum,“ sagði Dagný að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Leikstíll norska kvennalandsliðsins kom þjálfara íslands á óvart. 6. mars 2015 20:35 Lára Kristín: Má ekki gera of miklar kröfur Nýliðinn í landsliðinu spilaði út úr stöðu í fyrsta landsleiknum. 6. mars 2015 15:11 Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir ræðir um Algarve-mótið. 5. mars 2015 14:00 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára byrjar á móti Noregi | Átta breytingar Miklar breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikinn gegn Noregi í kvöld. 6. mars 2015 15:30 Svara stelpurnar fyrir sig með sigri á Noregi eins og í fyrra? Fall var fararheill hjá íslensku stelpunum á Algarve í fyra en þær mæta Noregi í dag. 6. mars 2015 06:00 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Ísland færði Noregi mark á silfurfati á Algarve | Myndband Íslenska landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norska á Algarve-mótinu í Portúgal í gær. 7. mars 2015 12:15 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Guðrún kölluð til Algarve í stað Katrínar Miðjumaðurinn öflugi glímir enn við einkenni eftir höfuðhögg. 5. mars 2015 20:52 Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Kvennalandsliðið án stiga eftir fyrstu tvo leikina á Algarve-mótinu og mætir stórliði Bandaríkjanna í lokaumferðinni. 6. mars 2015 19:45 Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
„Já, ég man mjög vel eftir honum,“ sagði knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Fréttablaðið um helgina, aðspurð hvort hún muni eftir fyrsta A-landsleiknum sem hún spilaði. Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Algarve-mótinu í Portúgal. Þá var Dagný 18 ára og með stjörnur í augunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Dagný 23 ára, leikmaður Bayern München og leikur sinn 51. landsleik þegar Ísland mætir Bandaríkjunum á Algarve-mótinu á morgun. „Ég byrjaði inni á og viðurkenni að ég var frekar stressuð og með stjörnur í augunum að mæta þessum stelpum. Það verður aðeins öðruvísi að mæta þeim á morgun,“ sagði Dagný um fyrsta landsleikinn en man hún hvernig henni gekk í honum? „Örugglega skítsæmilega, miðað við fyrsta leik. Ekkert frábærlega og ekkert illa heldur,“ sagði hún en Ísland tapaði leiknum 2-0, þar sem bæði mörkin komu á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Það fyrra var sjálfsmark en Lauren Chaney skoraði seinna markið. Ísland átti þó góða möguleika á að fá eitthvað út úr leiknum en hinn þekkti markvörður Bandaríkjanna, Hope Solo, varði tvær vítaspyrnur frá íslenska liðinu. Dagný spilaði í fjögur ár með liði Florida State í bandaríska háskólaboltanum við góðan orðstír. Fjórða og síðasta árið hennar í Florida State var draumi líkast en þá varð liðið bandarískur háskólameistari, í fyrsta sinn í sögu skólans. Dagný var fyrirliði Florida State og var valin í lið ársins í háskólaboltanum. Hún kannast við nokkra leikmenn bandaríska liðsins frá skólaárunum vestanhafs. „Það eru fjórar sem ég spilaði á móti og stelpan sem er á miðjunni hjá þeim, Morgan Brian, var valinn besti leikmaður háskólaboltans þegar ég var valin næstbest. Ég gleymi því ekkert hvað hún heitir,“ sagði Dagný og hló við en þær Brian áttust þrisvar við á síðustu fjórum mánuðum Dagnýjar í skólanum. Fyrir utan stelpurnar sem Dagný spilaði gegn í háskólaboltanum er bandaríska liðið frekar gamalt, en tólf af þeim 25 sem skipa leikmannahópinn á Algarve eru fæddar 1985 eða seinna. Til að mynda verður fyrirliði Bandaríkjanna, miðvörðurinn Christie Rampone, fertug á árinu en hún hefur spilað yfir 300 landsleiki. Bandaríkin taka Algarve-mótið mjög alvarlega en liðið var saman í 90 daga fyrir mótið. Það verður því við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu á morgun en það tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. „Auðvitað reikna allir með bandarískum sigri, en ef við spilum vel getum við alveg náð góðum úrslitum,“ sagði Dagný að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Leikstíll norska kvennalandsliðsins kom þjálfara íslands á óvart. 6. mars 2015 20:35 Lára Kristín: Má ekki gera of miklar kröfur Nýliðinn í landsliðinu spilaði út úr stöðu í fyrsta landsleiknum. 6. mars 2015 15:11 Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir ræðir um Algarve-mótið. 5. mars 2015 14:00 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára byrjar á móti Noregi | Átta breytingar Miklar breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikinn gegn Noregi í kvöld. 6. mars 2015 15:30 Svara stelpurnar fyrir sig með sigri á Noregi eins og í fyrra? Fall var fararheill hjá íslensku stelpunum á Algarve í fyra en þær mæta Noregi í dag. 6. mars 2015 06:00 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Ísland færði Noregi mark á silfurfati á Algarve | Myndband Íslenska landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norska á Algarve-mótinu í Portúgal í gær. 7. mars 2015 12:15 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Guðrún kölluð til Algarve í stað Katrínar Miðjumaðurinn öflugi glímir enn við einkenni eftir höfuðhögg. 5. mars 2015 20:52 Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Kvennalandsliðið án stiga eftir fyrstu tvo leikina á Algarve-mótinu og mætir stórliði Bandaríkjanna í lokaumferðinni. 6. mars 2015 19:45 Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Freyr: Noregur spilaði eins og þegar Drillo var með karlaliðið Leikstíll norska kvennalandsliðsins kom þjálfara íslands á óvart. 6. mars 2015 20:35
Lára Kristín: Má ekki gera of miklar kröfur Nýliðinn í landsliðinu spilaði út úr stöðu í fyrsta landsleiknum. 6. mars 2015 15:11
Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34
Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir ræðir um Algarve-mótið. 5. mars 2015 14:00
Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48
Margrét Lára byrjar á móti Noregi | Átta breytingar Miklar breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikinn gegn Noregi í kvöld. 6. mars 2015 15:30
Svara stelpurnar fyrir sig með sigri á Noregi eins og í fyrra? Fall var fararheill hjá íslensku stelpunum á Algarve í fyra en þær mæta Noregi í dag. 6. mars 2015 06:00
Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53
Ísland færði Noregi mark á silfurfati á Algarve | Myndband Íslenska landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norska á Algarve-mótinu í Portúgal í gær. 7. mars 2015 12:15
Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00
Guðrún kölluð til Algarve í stað Katrínar Miðjumaðurinn öflugi glímir enn við einkenni eftir höfuðhögg. 5. mars 2015 20:52
Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Kvennalandsliðið án stiga eftir fyrstu tvo leikina á Algarve-mótinu og mætir stórliði Bandaríkjanna í lokaumferðinni. 6. mars 2015 19:45
Freyr: Dagný er alveg grjóthörð og segist vera heil Kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik á Algarve-mótinu á morgun. 3. mars 2015 20:51