Múslimarnir okkar: 4 trúfélög fengið ókeypis lóðir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. mars 2015 09:32 Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira