Aníta Hinriksdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Prag.
Aníta, sem var með næst besta tímann í undanrásunum (2:01,56), var lengst af í forystu en gaf eftir á lokasprettinum þar sem Selina Büchel frá Sviss og Anastasiya Bazdyreva frá Rússlandi komust fram úr henni.
Aníta kom í mark á 2:02,31 mínútum og er örugg áfram í úrslitahlaupið á morgun.

