Fótbolti

Viðar byrjar vel í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn í búningi Jiangsu Gouxin Sainty.
Viðar Örn í búningi Jiangsu Gouxin Sainty. mynd/twitter
Viðar Örn Kjartansson fer vel af stað með nýja liðinu sínu, Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir Shangai Sipg í fyrstu umferð kínversku Ofurdeildarinnar í dag.

Shanghai komst í 2-0 eftir aðeins 16 mínútna leik en Viðar minnkaði muninn fyrir Jiangsu á 39. mínútu eftir sendingu frá Ren Hang. Fleiri urðu mörkin ekki og Shanghai fagnaði sigri.

Viðar lék allan leikinn fyrir Jiangsu sem og annar íslenskur landsliðsmaður, Sölvi Geir Ottesen, sem stóð vaktina í vörninni.

Næsti leikur Jiangsu er gegn Guizhou Renhe á laugardaginn eftir viku.


Tengdar fréttir

Sölvi lentur í Kína

Landsliðsmiðvörðurinn gæti orðið samherji Viðars Arnar Kjartanssonar á næstu dögum.

Sainty frumsýnir nýju búningana

Það styttist í að kínverska deildin í knattspyrnu hefjist og Íslendingaliðið Jiangsu Sainty frumsýndi nýju búningana í gær.

Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun

Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×