Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 19:45 Dagný Brynjarsdóttir reynir að komast fyrir langa spyrnu Norðmanna. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira