Ekki þarf leyfi stjórnvalda vegna milljóna frá Sádi Arabíu Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2015 14:32 Í desember veitti Hussein Al-Daoudi viðtöku 170 milljónum króna frá Sádi Arabíu. Fjölmörgum spurningum er ósvarað. Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Félag múslima og Stofnun múslima á Íslandi, sem staðsett eru í Ýmishúsinu í Skógarhlíð 20, lögðu í fyrra inn fyrirspurnir til utanríkisráðuneytisins, sem snéru að hugsanlegum fjárframlögum frá Sádi Arabíu. „Í fyrra bárust okkur þrjár fyrirspurnir vegna fyrirhugaðs fjárframlags Saudi-Araba til byggingar mosku. Ein frá Félagi múslima á Íslandi, ein frá Stofnun múslima á Íslandi og ein frá sendiráði Saudi-Arabíu gagnvart Íslandi,“ segir Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hún segir jafnframt að í svörum ráðuneytisins í öllum þessum þremur tilvikum var áréttað að flutningur fjármuna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórnvalda. „Á hinn bóginn þurfi slíkir fjármagnsflutningar að fara fram í samræmi við íslensk lög og reglur og sæti eftirliti Seðlabanka og fjármálastofnana meðal annars með tilliti til gjaldeyrishafta, peningaþvættis og framfylgd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.”170 milljónir til menningarfélagsinsÁ sendiráðsvef Sádi Arabíu er greint frá því í desember í fyrra hafi sendiherra Sádi Arabíu fyrir Svíþjóð og Ísland, Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, afhent fyrir hönd Sádi Arabíu, fjárframlag til Íslandsdeildar Félags múslíma í Skandinavíu. Upphæðin er í íslensku samhengi rausnarleg, eða sem nemur 170 milljónum. Þeim fjármunum veitti viðtöku Hussein Al-Daoudi. Hann er svo einn þeirra sem kom að fjármögnun kaupa á Ýmishúsinu ásamt Maryam Moe og Sulaiman Abdullah Alshiddi á sínum tíma. Trúarleiðtogi þess hóps sem hefur höfuðstöðvar sínar í Ýmishúsinu, Ahmad Seddeq, kannaðist ekki við milljónir frá Sádi Arabíu, eða þær 136 milljónir sem Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá að nýr sendiherra Sádi Arabíu ætlaði að leggja fram til stuðnings byggingu mosku. Meinið er að formaður Félags íslenskra múslíma, Sverrir Agnarsson, hefur ekki heyrt af þessum stuðningi nema í fréttum, en heimildamaðurinn fyrir þeim fjárútlátum er forseti Íslands. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Seddeq. Það er svo enn til að flækja málið að varaformaður Félags múslíma á Íslandi, Salmann Tamimi, hefur sagst ekki vilja sjá þessa peninga, en Sverrir hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann einn tali fyrir hönd félagsins og hann vill ekki útiloka neitt í þeim efnum.Ýmsum spurningum ósvaraðÞað sem ekki liggur fyrir er hvort um einn og sama styrkinn er að ræða, þennan sem Al-Daoudi veitti viðtöku í sendiráðinu í Stokkhólmi í desember og svo þessi sem forsetinn sagði frá, eða hvort um er að ræða bæði 170 milljónir í desember og nú aftur 136 milljónir til moskunnar. Vísir hefur áréttað fyrirspurn sína til sendiráðs Sádi Arabíu í Stokkhólmi en án árangurs.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02