Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 20:51 Ahmad Seddeq, trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
„Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira