Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. mars 2015 11:24 Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. Illugi segir að stefnan sé sú sem síðasta ríkisstjórn markaði. Vísir/Daníel/EÓL/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20