Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr heimildarmyndinni Íslenska krónan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. mars 2015 14:46 Stillur úr myndinni. Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira