Enski boltinn

Mourinho missti sig í fagnaðarlátunum í dag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho var kátur í leikslok.
José Mourinho var kátur í leikslok. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði sína menn að enskum deildabikarmeisturum í dag eftir að liðið vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley.

John Terry skoraði fyrra markið en það seinna var sjálfsmark Tottenham-manna eftir skot frá Diego Costa.

Þetta er í þriðja sinn sem chelsea vinnur enska deildabikarinn undir stjórn José Mourinho en liðið vann hann einnig 2005 og 2007.

Þetta var ennfremur fyrsti titill Chelsea síðan að José Mourinho snéri aftur til félagsins.

Mourinho hefur nú unnið samanlagt sjö titla sem knattspyrnustjóri Chelsea en liðið er nú á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn líka.

Mourinho var ánægður í leikslok og Portúgalinn var einstaklega léttur í verðlaunaafhendingunni eins og sjá má í þessum myndbandi hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×