Erlent

Hafa fundið nokkur hundruð líka á flugvellinum í Donetsk

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvöllurinn er rústir einar eftir átök síðustu mánaða.
Flugvöllurinn er rústir einar eftir átök síðustu mánaða. Vísir/AFP
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa fundið lík nokkur hundruð manna á flugvellinum í Donetsk. Líkunum hefur nú verið komið í hendur úkraínska stjórnarhersins.

Liðsmenn aðskilnaðarsinnar segjast hafa fundið lík um 375 manna á flugvellinum sem er rústir einar eftir átök síðustu mánaða.

Eduard Basurin, talsmaður aðskilnaðarsinna, segir líkin hafa fundist þann 20. febrúar. „306 líkanna hafa nú verið afhent úkraínska stjórnarhernum.“

Fréttir hafa í dag borist af því að tveir menn, meðal annars ljósmyndari, hafi látist í árás nærri bænum Pesky í austurhluta landsins, þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé í landinu sem skrifað var undir fyrir hálfum mánuði.

Engir stjórnarhermenn hafa látist í bardögum síðasta sólarhringinn.

Bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar hafa nú þegar sent frá sér boð um að þeir séu byrjaðir að draga þungavopn sín til baka frá víglínunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×