Lífið

Héldu að Ed Sheeran sjálfur væri að syngja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tónlistarstjörnurnar Heiðar Ingi og Daníel Breki.
Tónlistarstjörnurnar Heiðar Ingi og Daníel Breki.
Daníel Breki McCollough er nýjasta tónlistarstjarna okkar Íslendinga. Nokkrar milljónir netverja hafa notið þess að hlusta á Daníel, sem er tæplega tveggja og hálfs ár, þar sem hann syngur lagið Thinking out loud með Ed Sheeran.

Click here for an English version

Með honum syngur Heiðar Ingi Árnason sem er kærasti Aldísar Bjarkar Óskarsdóttur, móður Daníels Breka. Strákarnir fara einfaldlega á kostum og lofa netverjar þá félaga en Vísir birti myndbandið af þeim félögum fyrr í dag.

Augnablikið þar sem Daníel Breki stillir gítarinn.
Tæplega tíu milljónir manna fylgja The Lad Bible á Facebook, síðu sem birtir skemmtileg myndbönd og er óhætt að segja að fylgjendur síðunnar séu ánægðir með þá Daníel Breka og Heiðar.

Fjölmargir birta skemmtilegar myndir af Daníel Breka en meðal þeirra er ein þar sem hann virðist vera að stilla plastgítarinn sinn. Tæplega sex þúsund manns hafa lækað þá mynd eina og sér. Fleiri vekja athygli á Daníel Breka að stilla gítar sinn og hafa gaman af.

Það er hins vegar ekki bara Daníel Breki sem slær í gegn. Heiðar Ingi þykir fara gjörsamlega á kostum í söng sínum og gítarspili.

„Hinn gæinn syngur mjög vel,“ segir einn og annar bætir við: „Hann er frábær!“

Þá segja aðrir að þeir hafi hreinlega talið að Ed Sheeran sjálfur væri að syngja en aðdáendur Sheeran taka af allan vafa. Það sé á hreinu að þetta sé ekki Sheeran en söngvarinn sé frábær.

„Mér finnst kominn tími til að einhver uppgötvi hæfileikana hjá gæjanum sem syngur í bakgrunni. Þvílík rödd,“ segir enn einn.

Heiðar Ingi er hins vegar enginn byrjandi í faginu og áhugasamir geta kynnt sér tónlistarmanninn betur á aðdáendasíðu hans. Þeir Daníel Breki hafa áður vakið athygli fyrir flotta frammistöðu en ábreiða þeirra af Lay Me Down með Sam Smith vakti athygli fyrr á árinu.





Hér að neðan má svo sjá myndband Ed Sheeran í heild sinni og dæmi hver fyrir sig hvor útgáfan er betri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×