Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:00 Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson. Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29