Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2015 16:23 Jón Steinsson segir ívilnunarsamning iðnaðarráðherra við Matorku vera spillingu. vísir/gva „Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson. Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson.
Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45