Lífið

Setti nögl á fingur sem hann hafði misst framan af

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá Sigurð og tattúið.
Hér má sjá Sigurð og tattúið. myndir/sigurður lárus gíslason
Fyrir fimm árum varð hinn tvítugi Sigurður Lárus Gíslason fyrir því óláni að missa stærstan hluta litlafingurs af sér. Aðeins um fjórðungur fingursins varð eftir á honum og hefur fingurinn oft verið skotspónn ýmissa brandara í vinahópnum. Í gær ákvað Sigurður það að bæta nú úr þessu og lét tattúvera nögl á stubbinn.

„Ég var fimmtán ára og við vorum eitthvað að fíflast á lyftara. Ég sat á göflunum og tókst einhvernvegin að taka af mér puttann,“ segir Sigurður. Fingurinn fór af rétt fyrir neðan neðstu kjúkuna.

„Vinir mínir hafa stundum strítt mér eitthvað á þessum stubbi og ég svaraði alltaf með því að einn daginn myndi ég svara fyrir mig og láta mér vaxa nögl. Þetta er eiginlega mín leið til þess.“

Tattúið fékk Sigurður sér í gær það var Ólafía á Reykjavík Ink. sem skellti nöglinni á hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×