Erlent

Stressaður þjófur skaut sig óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 24 ára gamli Lashawn Williams var ákræður fyrir vopnað rán og bílaþjófnað.
Hinn 24 ára gamli Lashawn Williams var ákræður fyrir vopnað rán og bílaþjófnað. Vísir/Getty
Lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum segja að maður, sem stal síma af fótgangandi manni, hafi verið svo stressaður á flóttanum að hann skaut sig óvart. Skömmu seinna stöðvaði hann lögregluþjón til að biðja um hjálp.

Hinn 24 ára gamli Lashawn Williams stökk inn í Benz sem var nærri staðnum sem hann varð fyrir slysskotinu. Hann keyrði hratt í burtu en þegar hann byrjaði að finna fyrir sársauka vegna skotsársins stöðvaði hann bílinn.

Samkvæmt Orlondo Sentinel stöðvaði maðurinn lögregluþjón til að biðja um hjálp. Williams var fluttur á sjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans en þau reyndust ekki vera lífshættuleg. Hann hefur nú verið ákærður fyrir vopnað rán og bílaþjófnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×