Innlent

Allt á floti í Mosfellsbæ: Björgunarsveitir við störf um alla borg

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona er staðan á hringtorgi í Mosfellsbæ.
Svona er staðan á hringtorgi í Mosfellsbæ. Vísir
Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun. Þegar hafa borist margar tilkynningar vegna veðurofsans sem nú er á landinu.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu hafa þegar verið tilkynnt um 40 atvik þar sem hlutir eru að fjúka; girðingar, þakplötur, garðskýli, vinnupallar og fleira.

Varmá í Mosfellsbæ flýtur yfir bakka sína og hafa töluverð vandamál skapast í bænum vegna þessa. Starfsmenn borgarinnar, Vegagerðin og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við störf þar auk björgunarsveitarmanna og verið er að kalla verktaka til aðstoðar.

Björgunarsveitir voru kallaðar út snemma í morgun vegna báta sem voru að losna frá bryggju í Reykjanesbæ og á Akranesi.

Búið er að kalla út sveitir í Reykholti, Hvolsvelli, Borgarnesi, Árnesi, Grímsnesi, Grindavík, Hólmavík og á Skeiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×