Fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2015 20:00 Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“. Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Ákvörðun utanríkisráðherra um að afhenda utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, bréf þess efnis að ríkisstjórnin liti svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB hefur vakið upp mikil og hörð viðbrögð bæði í þinginu og meðal almennings. Helst er gagnrýnt að utanríkismálanefnd hafi ekki fjallað um málið og að engin þingsályktunartillaga hafi verið lögð fram um að hætta viðræðunum á þessu þingi. En hefur ráðherra umboð til að taka slíka ákvarðanir upp á eigin spítur? Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands segir svo vera. „Lagalega séð og út frá sjónarhóli stjórnskipunarinnar stenst þetta. En mér þykir þetta óeðlilegt í pólitísku samhengi og hvernig væri eðlilegt að virða samráð við alþingi sem þarna hefði átt að eiga sér stað,“ segir hún. Björg segir að í flestum ríkjum sem við berum okkur saman við sé skýrt ákvæði um utanríkisstefnu í stjórnarskrá. Svo sé ekki hér á landi, og á meðal lagaumhverfið sé svo óljóst geti utanríkisráðherra farið fram með þessum hætti. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að afleiðingarnar geti orðið afdrifaríkar. „Ef að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar stendur þá er hún fordæmisgefandi fyrir ríkisstjórnir í framtíðinni. Þá geta ríkisstjórnir framtíðarinnar túlkað sinn þingmeirihluta á alþingi bara eftir sínum hag, og mótað utanríkisstefnuna sjálfa. Það gengur beint gegn þingræðishefð landsmanna,“ segir Baldur. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Biföst segir aftur á móti að tíðindin í málinu séu á annan veg en umræðan hefur verið. Stóra málið sé að Gunnar Bragi hafi ekki dregið umsóknina sem slíka formlega til baka. „Ef að það væri viljinn og það sem menn ætluðu sér að gera, þá væri það væntanlega það sem þeir hefðu gert, en gerðu það ekki. Í því finnst mér vera stóru skilaboðin, að þó svo að þeir segi í bréfinu að þeir líti svo á að þeir séu ekki í aðildaviðræðum, þá er umsóknin einfaldlega ekkeri formlega afturkölluð“.
Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira