Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 11:49 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar.
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira