Jóhanna: „Gróf aðför að lýðræðinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. mars 2015 21:42 Jóhanna, fyrrverandi forsætisráðherra er harðorð í garð ríkisstjór Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Vísir/GVA „Þetta er mjög gróf aðför að lýðræðinu, enda hefur lýðræðislegur vilji löggjafans verið fótum troðinn,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Það hlýtur að kalla á afar hörð viðbrögð innan og utan Alþingis.“ Ákvörðunin var tekin án aðkomu þingsins sem ályktaði um að hefja ætti aðildarviðræðurnar árið 2009, þegar Jóhanna var forsætisráðherra.Post by Jóhanna Sigurðardóttir.„Þingsályktanir, sem Alþingi samþykkir, eru stjórnsýslufyrirmæli til framkvæmdavaldsins sem ríkisstjórnum ber að fara eftir nema þingið sjálft breyti þeim fyrirmælum. Eða er verið að skapa fordæmi fyrir því að geðþóttaákvarðanir ríkisstjórna ráði hér eftir hvort vilji Alþingis er numin úr gildi eða ekki?“ spyr hún.Sjá einnig: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð ljós í kvöld en hún var tekin síðastliðinn þriðjudag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra upplýsti í kvöld að hann hafi síðdegis afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Lettland fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Viðbrögðin við þessari ákvörðun hafa verið mjög sterk og var boðað til mótmæla með stuttum fyrirvara á Austurvelli. Tæplega þúsund manns boðuðu komu sína. Alþingi Tengdar fréttir Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Mótmælin á Austurvelli: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“ Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll á níunda tímanum í kvöld til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við ESB. 12. mars 2015 21:37 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 Mikil reiði á Facebook: „Ertu bara orðinn brjálaður maður“ Mikil reiði hefur brotist út á Facebook eftir að fréttist að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra væri nú að ganga frá því að viðræðum við ESB sé nú formlega lokið. 12. mars 2015 19:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
„Þetta er mjög gróf aðför að lýðræðinu, enda hefur lýðræðislegur vilji löggjafans verið fótum troðinn,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Það hlýtur að kalla á afar hörð viðbrögð innan og utan Alþingis.“ Ákvörðunin var tekin án aðkomu þingsins sem ályktaði um að hefja ætti aðildarviðræðurnar árið 2009, þegar Jóhanna var forsætisráðherra.Post by Jóhanna Sigurðardóttir.„Þingsályktanir, sem Alþingi samþykkir, eru stjórnsýslufyrirmæli til framkvæmdavaldsins sem ríkisstjórnum ber að fara eftir nema þingið sjálft breyti þeim fyrirmælum. Eða er verið að skapa fordæmi fyrir því að geðþóttaákvarðanir ríkisstjórna ráði hér eftir hvort vilji Alþingis er numin úr gildi eða ekki?“ spyr hún.Sjá einnig: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð ljós í kvöld en hún var tekin síðastliðinn þriðjudag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra upplýsti í kvöld að hann hafi síðdegis afhent utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Lettland fer með formennsku í ráðherraráði ESB. Viðbrögðin við þessari ákvörðun hafa verið mjög sterk og var boðað til mótmæla með stuttum fyrirvara á Austurvelli. Tæplega þúsund manns boðuðu komu sína.
Alþingi Tengdar fréttir Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25 Mótmælin á Austurvelli: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“ Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll á níunda tímanum í kvöld til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við ESB. 12. mars 2015 21:37 Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24 Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21 Mikil reiði á Facebook: „Ertu bara orðinn brjálaður maður“ Mikil reiði hefur brotist út á Facebook eftir að fréttist að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra væri nú að ganga frá því að viðræðum við ESB sé nú formlega lokið. 12. mars 2015 19:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Twitter logar vegna ESB: „Er nokkuð mikið vesen að hætta að vera framsóknarríki?“ Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlarnir logi vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að ESB. 12. mars 2015 20:25
Mótmælin á Austurvelli: „Ég lít á þetta sem tilraun til valdaráns“ Nokkur hundruð manns mættu á Austurvöll á níunda tímanum í kvöld til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum við ESB. 12. mars 2015 21:37
Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. 12. mars 2015 18:24
Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu Búist er við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum. 12. mars 2015 19:21
Mikil reiði á Facebook: „Ertu bara orðinn brjálaður maður“ Mikil reiði hefur brotist út á Facebook eftir að fréttist að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra væri nú að ganga frá því að viðræðum við ESB sé nú formlega lokið. 12. mars 2015 19:45