Lífið

Gunnar Nelson skilinn við barnsmóður sína

Jakob Bjarnar skrifar
Nú er komið á daginn hvaða skilnaður ársins þetta var sem Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð og heyrt hafði boðað til frásagnar.
Nú er komið á daginn hvaða skilnaður ársins þetta var sem Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð og heyrt hafði boðað til frásagnar. visir/valli
Gunnar Nelson bardagakappi hefur sagt skilið við barnsmóður sína Auði Ómars. Tíðar fréttir hafa verið af Gunnari Nelson og sambandi þeirra Auðar enda Gunnar Nelson einhver helsta hetja íslenskrar alþýðu sem sá afreksmaður í blönduðum bardagaíþróttum hann er.

Séð og heyrt slær þessu upp en áður hafði Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins gefið til kynna að hann væri með í pokahorninu frásögn af skilnaði sem myndi skekja landið og jafnvel miðin, skilnaður ársins hvorki meira né minna. Hann greindi umsjónarmönnum útvarpsþáttarins Virkir morgnar á Rás 2 frá þessu á dögunum, en svo mikil var leyndin um þetta að gert var hlé á útsendingu meðan ritstjórinn hvíslaði þessu í eyra umsjónarmanna.

Séð og heyrt slær skilnaðinum upp á forsíðu: Bardagahetjan skilin við dísina.
Nú er sem sagt komið á daginn hvers lags var. Í Séð og heyrt er farið vandlega yfir sambandið, birtar myndir af Gunnari og Auði meðan „allt lék í lyndi“ og svo framvegis en nú „er allt búið“.

Í frásögn Séð og heyrt kemur fram að Gunnar og Auður hafi í fyrra eignast soninn Stíg Tý „en þótt gleðin virtist við völd út á við hélt sambandið ekki og nú hafa þau haldið sitt í hvora áttina flestum að óvörum. Gunnar Nelson hefur dvalið erlendis ásamt keppnisfélögum sínum að undanförnu en er nýkominn heim. Móðir hans, Hulda Gunnarsdóttir, vildi ekkert tjá sig um sambandsslitin fyrir hönd fjölskyldunnar en staðfesti í samtali við Séð og Heyrt að þetta væru staðreyndir málsins.“

Og, svo mörg voru þau orð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×