Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skálkaskjóli ohf-unar Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 10:50 Vigdís vandar forstjórum ríkisfyrirtækja ekki kveðjurnar og segir þá haga sér eins og smákrakka í sælgætisbúð. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur lýst því yfir með afgerandi hætti að hún vill að hætt verði við það rekstrarfyrirkomulag sem kennt er við ohf-un ríkisfyrirtækja á þeim forsendum að ríkið hafi enga aðkomu og geti ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni. Vigdís sendir forstjórum Isavia og Íslandspósts tóninn og gagnrýnir þá harðlega, en rekstur þessara fyrirtækja og bílahlunnindi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þannig greindi Viðskiptablaðið frá því að tíu stjórnendur Isavia væru með bíla frá fyrirtækinu. DV hefur fjallað um bílahlunnindi hjá Íslandspósti og í Kastljósinu var umfjöllun um fríar ferðir maka forstjórans. Hún segir þessi ríkisfyrirtæki stöðugt vera að seilast inn á svið samkeppnisrekstrar en sinni ekki lögboðinni skyldu sinni. Vigdís segir þessa menn reyndar haga sér eins og krakka í sælgætisbúð. Spjótunum er sem sagt beint að þeim Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia og Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra Íslandspósts, en hann er einmitt stjórnarformaður Isavia. „Það virðist vera sama steypan í rekstri Ísavia og Íslandspósts - bæði félögin eru ohf. Ég hef fyrir löngu efast um það rekstrarform - forstjórar og stjórnir ohf félaga ríkisins haga sér eins og smákrakkar í sælgætisbúð - og svo er sagt við fjárveitingavaldið - ykkur kemur þetta ekki við.“Ingimundur Sigurpálsson ríkisforstjóri fær það óþvegið hjá formanni fjárlaganefndar.Þetta gengur ekki lengur Útvarpsþátturinn Í bítið, ræddi við Vigdísi í morgun og hún fór mikinn, að vanda. „Já, ég ber þann ánægjulega kaleik að vera vinur skattgreiðenda í landinu. Og þetta er náttúrlega bara, fréttir undanfarinna daga, benda á það að þetta sé eitthvað mikið að í rekstrinum,“ segir Vigdís og er þá til dæmis að vísa til bifreiðahlunninda stjórnenda í ohf. fyrirtækjum ríkisins á borð við Isavia og Íslandspóst. „Þetta náttúrlega bara gengur ekki lengur hvernig farið er með opinbert fé í þessu landi.“Hver semur svona við þessa stjórnendur, ekki taka þeir sér þessi völd, bara sjálfir? „Það eru náttúrlega framkvæmdastjórar fyrir báðum félögum og að baki þeirra sitja stjórnir. Og þetta virðist vera hið nýja Ísland eftir bankahrunið. Almenni vinnumarkaðurinn tók á sig mikinn skell en á sama tíma virðist opinberi geirinn hafa stigið inní þann hring að haga sér eins og fyrirtæki á almennum markaði.“Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skjóli ohf-unarEn, eiga alþingismenn að vera með puttana í rekstri fyrirtækjanna? „Alþingismenn eru ekki með puttana í rekstri fyrirtækjanna, svo það sé alveg skýrt. En fjárlaganefnd, er eftirlitsnefnd, sem fer með eftirlit með hvernig opinberu fé er varið, skattfé landsmanna, og það er okkar hlutverk að gera athugasemdir við bruðl, sukk og svínarí, í ríkisrekstri.“ En, í umboði hverra situr stjórnin, og hverjir velja hana? „Það er pólitísk stjórn sem situr á báðum stöðum.“Þannig að ábyrgðin liggur hjá þér og fleirum? „Stjórnin ber ábyrgð. Og, já, þess vegna er ég að skipta mér af þessu. Og nú þegar nálgast páska munum við biðja fulltrúa okkar í stjórnum þessara félaga að koma á þingflokksfund með okkur og gera grein fyrir þessu. Aðalfundur Íslandspósts er nýliðinn. Þar er pottur brotinn eins og komið hefur fram í fjölmiðlum virðist sem verið sé að taka fé úr ríkisrekstrinum og setja inní samkeppnisreksturinn. Þá spyr ég: Eiga opinber fyrirtæki, sem ríkið fer með hlutabréf í, að vera að blanda sér inní samkeppnisrekstur í landinu. Ég segi nei við því,“ segir Vigdís.Björn Óli Hauksson skákar í skjóli ohf-unar, að sögn Vigdísar Hauksdóttur.Ríkið hefur misst tökin á rekstrinum Vigdís efast um þetta rekstrarform, ohf., vegna þess að þegar fjárlaganefnd hefur beðið þessa aðila að koma á fund er sagt að þetta sé ohf. og ríkið hefi ekkert með þetta að gera. Ykkur kemur þetta ekki við: „Þá er ríkið búið að missa tökin á nákvæmlega því að geta farið inn og skoðað reksturinn. Þetta er nokkurs konar hf. á einkamarkaði en þetta eru opinber hlutafélög. Og þá er því borið við að það sé trúnaðarleynd á bak við ýmsar upplýsingar. Í tilfelli til dæmis Isavia eru þeir í alþjóðlegu samstarfi þannig að ríkið og fjárlaganefnd kemst alls ekki inn í þann geira því þá er borið við samkeppnissjónarmiðum á alþjóðavísu. Með ohf.-væðingunni tapaði ríki eftirlitshlutverki með þessum félögum og árangurinn er þessi; farið með ríkisfé eins og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum. Sem okkur skattgreiðendum kemur ekkert við, þar eru félög rekin með hagnaðarsjónarmið uppi. Sem okkur skattgreiðendum kemur ekkert við. Ef forstjóri þar stendur sig er ekki er hann umsvifalaust rekinn. En með ohf. virðist kominn einhver hjúpur yfir því að það er hvorki hægt að stjaka við forstöðumönnum eða skipta sér af rekstrinum. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum.“En, Isavia er rekið með hagnaði? „Rekið með hagnaði, jú. En, það er frumskylda Isavia að halda uppi flugþjónustu í landinu. Og ég vísa til þess að ýmsir flugvellir úti á landi eru varla nothæfir, því viðhaldið er í lágmarki; vantar lendingarljós og komnar holur í flugbrautir. Hvað segja landsmenn við þessu að það er ekki hægt að gera smávægilegar viðgerðir á flugvöllum úti á landi á meðan einhverjir yfirmenn fyrirtækisins eru á fríum bílum? Þetta gengur ekki upp?“Í samkeppni við einkageirann Veistu með laun þessara manna, hefurðu skoðað það eitthvað sérstaklega – eru þau óeðlilega há? „Jahh, það kom fram í fréttum að stjórnarmenn í Isavia eru með hæstu stjórnendalaunin hjá hinu opinbera. En, nei, ég hef ekki farið sérstaklega í það.“Vildirðu vilja breyta ohf í ríkisfyrirtæki? „Það verður að skoða þetta í samhengi. Ég tel að ríkisfyrirtæki eins og til dæmis Íslandspóstur eigi að vera ríkisfyrirtæki og sinna þá þeirri þjónustu sem þeim er falið í lögum. Það stendur ekkert í lögum um Íslandspóst að þeir eigi að vera í samkeppnisrekstri fyrirtækja á markaði. Nú síðast voru þeir að stofna e-kort og eru þar með komnir í míní-bankarekstur. Er það eitthvað sem við viljum að ríkið standi í í samkeppni við aðra?“ Þessar opinberu stofnanir, það þarf að fara í gegnum rekstur þeirra, hreinsa að innan og skoða hvert lögboðið hlutverk þeirra er. En að þau séu ekki í hliðarrekstri sem er í samkeppni við einkageirann.Að snúið verði af braut ohf-unar Aðspurð hvort Vigdís vilji sjá snúið af þessari braut ohf-unar og þau gerð að hreinum og klárum ríkisfyrirtækjum aftur, segir hún að um það verði að taka pólitískar ákvarðanir. „Ég vil sjá það þannig. Þau opinberu fyrirtæki sem eru hluti af grunnrekstri landsins, samgöngumál, menntamál, nú póstþjónusta, RÚV... að það sé þá hreinlega hreinsað til á þann hátt að þetta séu ríkistofnanir sem lúta eftirliti ríkisins og þessu verð snúið til baka á þann hátt. Þannig að við höfum einhverja aðkomu að skoða í hvað skattfé ríkisins fer. En ekki eftirlitslaus.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur lýst því yfir með afgerandi hætti að hún vill að hætt verði við það rekstrarfyrirkomulag sem kennt er við ohf-un ríkisfyrirtækja á þeim forsendum að ríkið hafi enga aðkomu og geti ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni. Vigdís sendir forstjórum Isavia og Íslandspósts tóninn og gagnrýnir þá harðlega, en rekstur þessara fyrirtækja og bílahlunnindi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Þannig greindi Viðskiptablaðið frá því að tíu stjórnendur Isavia væru með bíla frá fyrirtækinu. DV hefur fjallað um bílahlunnindi hjá Íslandspósti og í Kastljósinu var umfjöllun um fríar ferðir maka forstjórans. Hún segir þessi ríkisfyrirtæki stöðugt vera að seilast inn á svið samkeppnisrekstrar en sinni ekki lögboðinni skyldu sinni. Vigdís segir þessa menn reyndar haga sér eins og krakka í sælgætisbúð. Spjótunum er sem sagt beint að þeim Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia og Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra Íslandspósts, en hann er einmitt stjórnarformaður Isavia. „Það virðist vera sama steypan í rekstri Ísavia og Íslandspósts - bæði félögin eru ohf. Ég hef fyrir löngu efast um það rekstrarform - forstjórar og stjórnir ohf félaga ríkisins haga sér eins og smákrakkar í sælgætisbúð - og svo er sagt við fjárveitingavaldið - ykkur kemur þetta ekki við.“Ingimundur Sigurpálsson ríkisforstjóri fær það óþvegið hjá formanni fjárlaganefndar.Þetta gengur ekki lengur Útvarpsþátturinn Í bítið, ræddi við Vigdísi í morgun og hún fór mikinn, að vanda. „Já, ég ber þann ánægjulega kaleik að vera vinur skattgreiðenda í landinu. Og þetta er náttúrlega bara, fréttir undanfarinna daga, benda á það að þetta sé eitthvað mikið að í rekstrinum,“ segir Vigdís og er þá til dæmis að vísa til bifreiðahlunninda stjórnenda í ohf. fyrirtækjum ríkisins á borð við Isavia og Íslandspóst. „Þetta náttúrlega bara gengur ekki lengur hvernig farið er með opinbert fé í þessu landi.“Hver semur svona við þessa stjórnendur, ekki taka þeir sér þessi völd, bara sjálfir? „Það eru náttúrlega framkvæmdastjórar fyrir báðum félögum og að baki þeirra sitja stjórnir. Og þetta virðist vera hið nýja Ísland eftir bankahrunið. Almenni vinnumarkaðurinn tók á sig mikinn skell en á sama tíma virðist opinberi geirinn hafa stigið inní þann hring að haga sér eins og fyrirtæki á almennum markaði.“Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skjóli ohf-unarEn, eiga alþingismenn að vera með puttana í rekstri fyrirtækjanna? „Alþingismenn eru ekki með puttana í rekstri fyrirtækjanna, svo það sé alveg skýrt. En fjárlaganefnd, er eftirlitsnefnd, sem fer með eftirlit með hvernig opinberu fé er varið, skattfé landsmanna, og það er okkar hlutverk að gera athugasemdir við bruðl, sukk og svínarí, í ríkisrekstri.“ En, í umboði hverra situr stjórnin, og hverjir velja hana? „Það er pólitísk stjórn sem situr á báðum stöðum.“Þannig að ábyrgðin liggur hjá þér og fleirum? „Stjórnin ber ábyrgð. Og, já, þess vegna er ég að skipta mér af þessu. Og nú þegar nálgast páska munum við biðja fulltrúa okkar í stjórnum þessara félaga að koma á þingflokksfund með okkur og gera grein fyrir þessu. Aðalfundur Íslandspósts er nýliðinn. Þar er pottur brotinn eins og komið hefur fram í fjölmiðlum virðist sem verið sé að taka fé úr ríkisrekstrinum og setja inní samkeppnisreksturinn. Þá spyr ég: Eiga opinber fyrirtæki, sem ríkið fer með hlutabréf í, að vera að blanda sér inní samkeppnisrekstur í landinu. Ég segi nei við því,“ segir Vigdís.Björn Óli Hauksson skákar í skjóli ohf-unar, að sögn Vigdísar Hauksdóttur.Ríkið hefur misst tökin á rekstrinum Vigdís efast um þetta rekstrarform, ohf., vegna þess að þegar fjárlaganefnd hefur beðið þessa aðila að koma á fund er sagt að þetta sé ohf. og ríkið hefi ekkert með þetta að gera. Ykkur kemur þetta ekki við: „Þá er ríkið búið að missa tökin á nákvæmlega því að geta farið inn og skoðað reksturinn. Þetta er nokkurs konar hf. á einkamarkaði en þetta eru opinber hlutafélög. Og þá er því borið við að það sé trúnaðarleynd á bak við ýmsar upplýsingar. Í tilfelli til dæmis Isavia eru þeir í alþjóðlegu samstarfi þannig að ríkið og fjárlaganefnd kemst alls ekki inn í þann geira því þá er borið við samkeppnissjónarmiðum á alþjóðavísu. Með ohf.-væðingunni tapaði ríki eftirlitshlutverki með þessum félögum og árangurinn er þessi; farið með ríkisfé eins og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum. Sem okkur skattgreiðendum kemur ekkert við, þar eru félög rekin með hagnaðarsjónarmið uppi. Sem okkur skattgreiðendum kemur ekkert við. Ef forstjóri þar stendur sig er ekki er hann umsvifalaust rekinn. En með ohf. virðist kominn einhver hjúpur yfir því að það er hvorki hægt að stjaka við forstöðumönnum eða skipta sér af rekstrinum. Ég lít þetta mjög alvarlegum augum.“En, Isavia er rekið með hagnaði? „Rekið með hagnaði, jú. En, það er frumskylda Isavia að halda uppi flugþjónustu í landinu. Og ég vísa til þess að ýmsir flugvellir úti á landi eru varla nothæfir, því viðhaldið er í lágmarki; vantar lendingarljós og komnar holur í flugbrautir. Hvað segja landsmenn við þessu að það er ekki hægt að gera smávægilegar viðgerðir á flugvöllum úti á landi á meðan einhverjir yfirmenn fyrirtækisins eru á fríum bílum? Þetta gengur ekki upp?“Í samkeppni við einkageirann Veistu með laun þessara manna, hefurðu skoðað það eitthvað sérstaklega – eru þau óeðlilega há? „Jahh, það kom fram í fréttum að stjórnarmenn í Isavia eru með hæstu stjórnendalaunin hjá hinu opinbera. En, nei, ég hef ekki farið sérstaklega í það.“Vildirðu vilja breyta ohf í ríkisfyrirtæki? „Það verður að skoða þetta í samhengi. Ég tel að ríkisfyrirtæki eins og til dæmis Íslandspóstur eigi að vera ríkisfyrirtæki og sinna þá þeirri þjónustu sem þeim er falið í lögum. Það stendur ekkert í lögum um Íslandspóst að þeir eigi að vera í samkeppnisrekstri fyrirtækja á markaði. Nú síðast voru þeir að stofna e-kort og eru þar með komnir í míní-bankarekstur. Er það eitthvað sem við viljum að ríkið standi í í samkeppni við aðra?“ Þessar opinberu stofnanir, það þarf að fara í gegnum rekstur þeirra, hreinsa að innan og skoða hvert lögboðið hlutverk þeirra er. En að þau séu ekki í hliðarrekstri sem er í samkeppni við einkageirann.Að snúið verði af braut ohf-unar Aðspurð hvort Vigdís vilji sjá snúið af þessari braut ohf-unar og þau gerð að hreinum og klárum ríkisfyrirtækjum aftur, segir hún að um það verði að taka pólitískar ákvarðanir. „Ég vil sjá það þannig. Þau opinberu fyrirtæki sem eru hluti af grunnrekstri landsins, samgöngumál, menntamál, nú póstþjónusta, RÚV... að það sé þá hreinlega hreinsað til á þann hátt að þetta séu ríkistofnanir sem lúta eftirliti ríkisins og þessu verð snúið til baka á þann hátt. Þannig að við höfum einhverja aðkomu að skoða í hvað skattfé ríkisins fer. En ekki eftirlitslaus.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira