Lífið

Gítarleikari Slipknot stunginn í höfuðið af bróður sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Slipknot er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin sem heldur áfram í júlí þar sem hún fylgir eftir fimmtu breiðskífu sinni, .5: The Gray Chapter.
Slipknot er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin sem heldur áfram í júlí þar sem hún fylgir eftir fimmtu breiðskífu sinni, .5: The Gray Chapter. Vísir/AFP
Mick Thomson, gítarleikari bandarísku sveitarinnar Slipknot, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Iowa eftir að hafa hlotið stungusár á aftanverðu höfði.

Thomson og yngri bróðir hans Andrew voru báðir lagðir enn með alvarleg sár eftir að hafa lent saman fyrr í dag. Að sögn lögreglu voru þeir báðir undir áhrifum áfengis. Meiðslin eru ekki talin lífshættuleg.

Sveitin Slipknot var mynduð í borginni Des Moines um miðjan tíunda áratuginn. Thomson gengur einnig undir nafninu „Númer sjö“ á meðal aðdáenda sveitarinnar.

Slipknot er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin sem heldur áfram í júlí þar sem hún fylgir eftir fimmtu breiðskífu sinni, .5: The Gray Chapter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×