Lífið

Ef foreldrar hrósa of mikið geta börnin orðið sjálfselsk

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar.

Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum.

Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd.

Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig.

Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina.

Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu.

Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.


World News Videos | US News Videos





Fleiri fréttir

Sjá meira


×