Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sagðir ganga erinda styrkþega sinna á þingi Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2015 11:39 Björn Valur: Fyrirtækin geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira