"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ ingvar haraldsson skrifar 11. mars 2015 11:06 „Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“ Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira