"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ ingvar haraldsson skrifar 11. mars 2015 11:06 „Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“ Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Við erum að tala um sanngjarna kröfu fyrir þá sem lægst hafa launin,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í útvarpsþættinum í bítið í morgun. Upp úr slitnaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær. Starfsgreinasambandið hefur farið fram á að lægstu laun hækki um 50 prósent á næstu þremur árum.Upp úr slitnaði í viðræðum Strafsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í gær.Björn segir að félagsmenn í Starfsgreinasambandinu muni greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir fyrir páska og þær gætu hafist strax eftir páska, sem verða fyrstu helgina í apríl. Björn segir að Starfgreinasambandið hafi farið fram á að laun lægst laun félagsmanna hækki úr 201 þúsund krónum á mánuði og í a.m.k. 250 þúsund krónur á næstu 18 mánuðum og svo í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum.Segir lækkanir hafa átt að ganga upp allan launstigann Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir, í samtali við bítið, fjarri því að Starfsgreinasambandið hafi aðeins farið fram á hækkun lægstu launa heldur hafi hækkanir átt að fara upp allan launastigann. Slíkt myndi hækka meðallaun í landinu um tugi prósenta og hafa mikil áhrif á á verðlag. Samtök atvinnulífsins telja ekki svigrúm fyrir nema 3-4 prósenta launahækkanir á ári. „Við fórum mjög vandlega yfir það með samninganefnd SGS hvaða áhrif það myndi hafa á verðlagsþróun ef slíkar launahækkanir gengu yfir hagkerfið,“ segir Þorsteinn.Þjóðfélagið ekki sagt fara á hliðina þegar aðrir hækka í launum Björn deilir ekki áhyggjum Þorsteins af aukinni verðbólgu. „Ég hef aldrei heyrt að þegar aðrir hópar hafa verið að hækka um kannski tvöfalda upphæð sem við erum að tala um að þjóðfélagið er að fara á hausinn eða allt sé að fara til fjandans svo ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna,“ segir Björn.Björn segir lækna hafa fengið miklar launhækkanir án þess að talað væri um að þjóðfélagið færi á hliðina.vísir/ernir„Ég veit ekki betur en að ýmsir aðilar, læknar og fleiri, hafi fengið 200-300 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum sínum fyrir stuttu og það fór í gegn þegjandi og hljóðalaust í þjóðfélaginu svo ég held að þjóðfélagið hljóti að vera sátt við að lægstu laun hækki um 100 þúsund krónur á þriggja ára tímabili,“ bætir Björn við. Markmið að fólk lifi af launum sínum Björn býst ekki að verði fundað á næstu dögum og flest stefni í verkföll. Þá segist Björn finna fyrir miklum stuðningi við kröfur Starfsgreinasambandsins. „Ég held að við höfum mikinn meðbyr að hækka þessi laun. Það er ljóst að lægstu launin sem duga fólki ekki til að framfleyta sér. Það hlýtur að vera markmið í þessu þjóðfélagi sem við teljum að búi yfir miklum kostum hafi möguleika að lifa af þessu.“
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira