Fótbolti

Sá yngsti til að skora gegn Real Madrid í Meistaradeildinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sané fagnar marki sínu áfram félögum sínum.
Leroy Sané fagnar marki sínu áfram félögum sínum. Vísir/AFP
Hinn 19 ára gamli Leroy Sané setti nýtt met í 3-3 jafntefli Schalke 04 á móti Real Madrid í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Leroy Sané kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. Hann jafnaði metin í 3-3 á 57. mínútu leiksins.

Leroy Sané er aðeins 19 ára og 58 daga gamall og hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Sané sem er þýskur unglingalandsliðsmaður hefur skorað 1 mark í 6 leikjum með Schalke 04 í þýsku deildinni í vetur.

Hollendingurinn Patrick Kluivert átti metið en hann var 19 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði á móti Real Madrid tímabilið 1994-95.

Það er hægt að sjá markið hans Leroy Sané hér fyrir neðan.






Tengdar fréttir

Fjögur frábær mörk og öruggur sigur Porto-liðsins | Myndband

Porto tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld með sannfærandi 4-0 heimasigri á svissneska liðinu Basel. Porto vann samanlagt 5-1 og er komið í átta liða úrslitin í fyrsta sinn síðan 2009.

PSG spilar með sorgarbönd á móti Chelsea

Leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain munu spila með sorgarbönd í seinni leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin mætast á Brúnni í London á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×