Lífið

Skútufjölskyldunni fæddist sonur í fyrradag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Húsið sem drengurinn fæddist í.
Húsið sem drengurinn fæddist í. mynd/natasha thompson
Hjónunum Natöshu og Jay Thompson González fæddist á sunnudaginn síðasta sonur. Fjölskyldan hefur að undanförnu búið í skútu sinni við Reykjavíkurhöfn en drengurinn fæddist á Ísafirði.

„Við fórum öll hingað vestur fjölskyldan saman í einskonar fæðingarfrí,“ segir Natasha. Fæðingin átti sér stað í Albertshúsi á Ísafirði og var aðeins fjölskyldan á staðnum. Ljósmóðir og læknir voru í viðbragðsstöðu myndi eitthvað koma upp á en ekki kom til þess.

Í upphafi ætlaði Natasha að eiga barnið um borð í skútunni Messenger það breyttist. „Við vildum vera í smærri bæ sem væri nær því að vera eins og það Ísland sem við ímynduðum okkur í upphafi. Hér er minni erill, meiri snjór og við erum nær heimskautsbaugnum.“

Líkt og áður segir fæddist þeim drengur en sá er 26. barnið sem fæðist í Albertshúsi. Hann var sextán merkur og 54 sentimetrar við fæðingu.

„Nú eigum við strák en við höfum ekki enn fundið nafn á hann. Það kemur síðar. Okkur liggur alls ekki á að finna það og munum gefa okkur góðan tíma til þess.“


Tengdar fréttir

Búa í seglskútu við Reykjavíkurhöfn

Fimm manna fjölskylda sem ferðast hefur um heiminn síðastliðin sex ár í lítilli skútu hafa vetursetu við Reykjavíkurhöfn og mun sjötti fjölskyldumeðlimurinn fæðast í skútunni í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×