Elvar Már spilar næsta leik en líklega ekkert í úrslitakeppninni Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 13:30 Elvar Már Friðriksson í leiknum með Njarðvík í gær. mynd/víkurfréttir Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Elvar Már Friðriksson sneri óvænt aftur í lið Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 101-88, í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Elvar Már stundar nám við og spilar með LIU Brooklyn-háskólanum, en tímabilinu þar lauk í febrúar þegar liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NEC-deildarinnar. „Það var ekkert smá skemmtilegt að koma aftur á gamla heimavöllinn. Ég vildi bara koma og gera allt sem ég gat, gefa liðinu orku og kraft,“ sagði Elvar Már við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Hann skoraði tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar, en Stefan Bonneau stal senunni með 41 stigi, níu stoðsendingum og átta fráköstum. Sigurinn tryggði Njarðvík heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir og getur með sigri í lokaumferðinni gegn Þór í Þorlákshöfn tryggt sér þriðja sætið. „Ég tek næsta leik og svo fer ég bara aftur út,“ sagði Elvar við Vísi í gær, en það eykur líkur Njarðvíkurliðsins á sigri og þriðja sætinu. Tapi Njarðvík aftur á móti gegn Þór og Haukar vinna Keflavík í lokaumferðinni komast Haukarnir upp fyrir Njarðvík í þriðja sætið. Það er þó algjörlega ljóst að Njarðvík er komið í úrslitakeppnina og verður þar með heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Elvar Már verður þó nær örugglega ekki með liðinu í úrslitakeppninni. „Mér finnst afar ólíklegt að ég taki úrslitakeppnina. Ég þarf að klára skólann. Ég hef misst mikið úr af því að við höfum verið að ferðast mikið. Þannig að ég held að það sé mjög ólíklegt. En það yrði mjög gaman,“ sagði Elvar Már Friðriksson við Vísi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Finnur Freyr: Martin spilar ekki með KR KR-ingar fara ekki sömu leið og Njarðvíkingar og nýta sér liðsstyrk frá Brooklyn. 9. mars 2015 15:45