Innlent

Líkfundur við Sæbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Lík fannst í fjörunni við Sæbraut við Sólfarið í morgun og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. Þar mátti sjá marga lögreglubíla, sjúkrabíla og tækjabíl frá Slökkviliðinu. Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Aðgerðum á svæðinu lauk á ellefta tímanum í morgun. Rannsókn málsins er á hendi lögreglunnar, sem verst allra fregna um sinn.



„Það er ekki tímabært að segja frá einu né neinu,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. „Málið er í rannsókn. Vonandi fer það að skýrast en á þessum tímapunkti er ekki tímabært að gefa neitt út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×