Sport

María í þriðja sæti á norska meistaramótinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
María á fleygiferð.
María á fleygiferð. mynd/skí
María Guðmundsdóttir, skíðakonan knáa, lenti í þriðja sæti í svigi á norska meistaramótinu sem fram fer í Hemsedal. Hún varð í síðustu viku Íslandsmeistari í svigi.

María gerði 26.73 FIS punkta, en sá árangur er hennar næst besti á ferlinum. Helga María Vilhjálmsdóttir endaði í tíunda sæti og Erla Ásgeirsdóttir endaði í þrettánda.

Á fimmtudaginn fór fram tvíkeppni en þar er farin ein risasvigsferð og ein svigferð. Helga María Vilhjálmsdóttir tók þátt þar og endaði í 15.sæti, fyrir árangurinn fékk hún 80.86 FIS punkta. Það er góð bæting en hún er með 107.36 FIS punkta á lista í tvíkeppni.

Risasvigsferðin í tvíkeppninni gildir einnig til FIS punkta og þar fékk Helga María 46.30 FIS punkta sem er einnig góð bæting, en á lista er hún með 84.43 FIS punkta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×