Umfjöllun og myndir: Haukar - Keflavík 100-88 | Haukar enn á lífi Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 27. mars 2015 16:29 Ég á hann. vísir/vilhelm Haukar eru enn á lífi í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta eftir 12 stiga sigur, 100-88, á Keflavík í þriðja leik liðanna í átta-liða úrslitunum á Ásvöllum í kvöld. Sigur heimamanna var sanngjarn en þeir voru sterkari aðilinn nær allan leikinn, ef frá eru taldar lokamínútur fyrri hálfleiks og upphafsmínútur þess seinni. Haukarnir voru örlítið hikandi í byrjun leiks og Keflvíkingar komust í 3-8 eftir þriggja mínútna leik. En þá fór Haukasóknin í gang svo um munaði. Boltinn gekk vel hjá heimamönnum sem voru duglegir að finna Alex Francis sem skoraði 10 stig í 1. leikhluta. Haukur Óskarsson, sem átti erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjunum, fann sig einnig vel og skoraði 10 stig í fyrri hálfleik. Haukar leiddu með 10 stigum, 30-20, að loknum 1. leikhluta og voru með myndarlega forystu bróðurpartinn af 2. leikhluta. Keflvíkingar voru samt alltaf inn í leiknum, þökk sé sóknarfráköstum (níu í fyrri hálfleik) og flottu framlagi frá gömlu mönnunum, Damon Johnson og Gunnari Einarssyni, sem skoruðu 12 og níu stig í fyrri hálfleik. Þegar tvær og hálf mínútur voru eftir af 2. leikhluta voru Haukar 12 stigum yfir, 47-35. Þeir gerðust hins vegar kærulausir í vörninni, brutu klaufalega af sér og sendu leikmenn Keflavíkur ítrekað á vítalínuna. Gestirnir skoruðu 10 síðustu stig fyrri hálfleik, þar af komu sex af vítalínunni. Francis var stigahæstur Hauka í hálfleik með 12 stig en hann hafði hægt um sig í 2. leikhluta þar sem hann skoraði aðeins tvö stig. Haukur kom næstur með 10 stig. Damon og Gunnar voru atkvæðamestir hjá gestunum, auk þess sem Davon Usher fór í gang undir lok hálfleiksins. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Damon var áfram öflugur inni í teignum og svo fóru þriggja stiga skotin að detta. Arnar Freyr Jónsson kom gestunum yfir, 51-54, með einu slíku, í fyrsta sinn frá því snemma í 1. leikhluta. Haukar svöruðu þessu áhlaupi ágætlega, komust snemma í skotrétt í 3. leikhluta og breyttu stöðunni úr 54-57 í 67-59. Sóknarleikur Keflvíkinga fór versnandi eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Haukarnir náðu aftur góðu forskoti. Um miðjan 4. leikhluta var munurinn 12 stig, 84-72, og það bil náðu gestirnir frá Keflavík ekki að brúa. Keflvíkingar áttu einfaldlega ekki nógu mörg svör við varnarleik Hauka og þá var vörn gestanna of holótt í kvöld gegn góðu liði Hafnfirðinga. Lokatölur 100-88, en liðin mætast í fjórða sinn í Keflavík á mánudaginn kemur. Haukur var stigahæstur í liði Hauka með 23 stig, auk þess sem hann tók sjö fráköst. Francis skilaði einnig flottum tölum; 22 stigum, 13 fráköstum, sex stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Bakverðirnir Emil Barja og Kári Jónsson voru einnig öflugir. Emil var með 16 stig og 10 stoðsendingar og Kári skilaði 15 stigum og átta stoðsendingum. Þá átti Helgi Björn Einarsson fína innkomu af bekknum og skilaði átta stigum. Usher var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 19 stig og átta fráköst en hann hefur oft leikið betur. Damon skoraði 18 stig og tók sjö fráköst og Gunnar skilaði 11 stigum, en níu þeirra komu í fyrri hálfleik.[Bein lýsing]Leik lokið | 100-88 | Þar með það komið á hreint. Liðin mætast í fjórða sinn á mánudaginn suður með sjó.40. mín | 97-85 | Þetta er komið í hús hjá Haukum. Við fáum leik númer fjögur á mánudaginn.39. mín | 90-80 | Helgi brýtur á Usher í þriggja stiga skoti. Hann setur öll vítin niður. Helgi hefur lokið leik og fær gott klapp frá stuðningsmönnum Hauka.38. mín | 88-77 | Valur Orri, sem hefur verið í felum mestallan leikinn, setur niður þrist og gefur Keflvíkingum von. Francis slekkur í vonarglæðunni með körfu hinum megin. Hann er þrátt fyrir allt kominn með 20 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar.36. mín | 84-72 | Haukur heldur áfram að skora. Kominn með 20 stig. Munurinn er 12 stig. Sigurður tekur leikhlé. Ef fram heldur sem horfir fáum við leik fjögur í Keflavík.34. mín | 80-70 | Francis einhendir boltanum ofan í. Tíu stiga munur. Sóknarleikur gestanna er ekki merkilegur þessa stundina.32. mín | 78-67 | Haukur smellir einum þristi niður. Sá er búinn að spila vel. Helgi bætir tveimur stigum við og fær víti að auki sem hann setur niður.Þriðja leikhluta lokið | 70-65 | Keflavík var sterkari framan af leikhlutanum en Haukarnir áttu flottan kafla um miðbik hans og náðu 13-2 kafla. Þeir verða hins vegar að fá meira framlag frá Francis sem er aðeins kominn með fimm stig síðan í 1. leikhluta.30. mín | 69-63 | Davíð Páll með svakalegan snúning og skilar boltanum ofan í. Hann er búinn að vera flottur í þessu einvígi, gamli Haukamaðurinn.29. mín | 69-61 | Helgi Björn með fjögur stig í röð. Alvöru kraftakall þar á ferðinni. 27. mín | 63-59 | Francis brennir af tveimur vítaskotum. Haukarnir eru komnir í skotrétt en það gagnast lítið ef þeir nýta ekki vítin. Það segir sig sjálft.26. mín | 61-57 | Haukur með fjögur stig í röð. Heimamenn komnir yfir á ný. Emil eykur muninn í fjögur stig með þristi.24. mín | 54-57 | Keflavík er komið yfir í fyrsta sinn frá því snemma í 1. leikhluta. Ívar tekur leikhlé. Gestirnir hafa sett niður tvo þrista á skömmum tíma.22. mín | 51-51 | Damon jafnar metin! Hvernig svara Haukarnir þessu?Seinni hálfleikur hafinn | 50-45 | Kristinn Marinós opnar seinni hálfleikinn með þristi. Fimm stiga munur.Fyrri hálfleik lokið | 47-45 | Usher leggur boltann ofan í og minnkar muninn í tvö stig. Frábær sprettur hjá gestunum sem hafa skorað 10 stig í röð. Francis er stigahæstur hjá heimamönnum með 12 stig en Haukur kemur næstur með 10 stig. Gömlu mennirnir hafa verið drjúgir hjá Keflavík; Damon er með 12 stig og Gunnar níu.19. mín | 47-41 | Haukarnir brjóta oft klaufalega af sér og senda Keflvíkinga á vítalínunni. Nú síðast braut Kristinn Marinós á Usher í þriggja stiga skoti. Hann setur öll vítin niður og minnkar muninn aftur í sex stig.18. mín | 47-35 | Haukur smellir niður tveimur þristum í röð og munurinn er orðinn 12 stig. Hann er kominn með 10 stig, tveimur færri en Francis sem vermir bekkinn núna. Bæði lið eru komin með skotrétt.17. mín | 41-35 | Damon skorar og fær víti að auki. 7-0 kafli hjá gestunum. Ívar tekur umsvifalaust leikhlé. Hans menn hafa aðeins gefið eftir síðustu mínúturnar.15. mín | 41-31 | Heimamenn eru enn með fín tök á leiknum. Keflavík er reyndar búið að taka sex sóknarfráköst sem er áhyggjuefni fyrir Hauka. Kári stjórnar sóknarleik þeirra þessa stundina og gerir það ljómandi vel. Strákurinn er kominn með fimm stoðsendingar. Keflvíkingar hafa fengið mjög mikilvægt framlag frá Gunnari sem er kominn með níu stig. Þess má geta að hann og Damon urðu fyrst Íslandsmeistarar með Keflavík 1997, árið sem Kári fæddist.13. mín | 34-25 | Andrés Kristleifsson skorar sín fyrstu stig af vítalínunni. Allt byrjunarliðið hjá Keflavík er utan vallar þessa stundina. Kári kemur aftur inn á hjá Haukum. Hann er kominn með fjögur stig og fimm stoðsendingar.11. mín | 30-23 | Blast from the past. Gunnar Einarsson byrjar leikhlutann á því að setja niður þrist. Hans annar í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 30-20 | Tíu stiga munur. Það er flottur taktur í sóknarleik Hauka sem hafa varla brennt af skoti frá því í byrjun leiks. Francis er kominn með 10 stig og Emil sjö hjá Haukum. Damon er stigahæstur gestanna með sex stig.10. mín | 27-17 | Sóknarleikur Hauka gengur eins og í sögu. Kári setur niður sniðsskot eftir frábæra sendingu Hauks.8. mín | 20-12 | Francis treður með látum og svo neglir Emil niður þristi. 9-0 kafli hjá Haukum. Keflavíkurvörnin er mjög holótt hér í byrjun. Sigurður tekur leikhlé.7. mín | 15-12 | Fjögur stig í röð frá Haukum sem hafa breytt stöðunni úr 9-10 í 15-12. Haukur byrjar vel sem eru jákvæðar fréttir fyrir Hafnfirðinga. Hann hefur ekki fundið sig hingað til í einvíginu.5. mín | 9-8 | Kristinn Marinós með flotta takta og minnkar muninn í eitt stig. Haukur setur svo niður stökkskot og kemur Haukum yfir.3. mín | 3-6 | Damon byrjar vel og er kominn með fjögur stig. Gamli maðurinn ætlar að reynast Keflvíkingum dýrmætur, eina ferðina enn.Leikur hafinn | 0-2 | Þröstur skorar fyrstu stig leiksins eftir hraðaupphlaup.Fyrir leik: Dómarar leiks Tindastóls og Þórs lentu í umferðaróhappi á leið sinni norður, nánar tiltekið á Holtavörðuheiðinni, og af þeim sökum hefur leiknum verið seinkað eins og lesa má um hér. Hann hefst í fyrsta lagi klukkan 21:00.Fyrir leik: Í samtali við Vísi eftir síðasta leik liðanna sagði Damon Johnson óskandi að Keflavík kláraði einvígið í dag: „Ég vill klára þetta á föstudaginn enda þarf ég nokkra daga í hvíld. Ég ætla að gera það sem ég get, eins og liðið, að klára þetta einvígi. Haukar eru með gott lið, þeir eru ungir og mjög orkumiklir og þeir standa saman og eru góðir skotmenn ásamt því að spila ákafa vörn. Þetta verður því ekki auðvelt,“ sagði hinn 41 árs gamli Damon sem er, þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn, gríðarlega mikilvægur fyrir Keflavíkurliðið.Fyrir leik: Keflvíkingar verða án Guðmundar Jónssonar í kvöld en hann glímir við meiðsli í baki. Guðmundur lék ekki með Keflavík á mánudaginn og var minni en hálfur maður síðasta föstudag, þar sem hann skoraði ekki stig og tók ekki frákast á 12 mínútum.Fyrir leik: Push It með Salt-N-Pepa hljómar hér í Schenker-höllinni. Gamalt og gott.Fyrir leik: Einn annar leikur fer fram í úrslitakeppninni í kvöld. Í Síkinu taka Tindastólsmenn á móti Þór frá Þorlákshöfn og geta með sigri sent Þórsara í sumarfrí.Fyrir leik: Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að greina vandamál Haukaliðsins í þessum tveimur leikjum. Það eru blessuð vítaskotin. Haukar eru að jafnaði ekki góðir á vítalínunni (59,2% í deildarkeppninni) en þetta var vandræðalegt í Keflavík á mánudaginn. Haukarnir settu aðeins níu af 24 vítum sínum niður, sem gerir 38% nýtingu. Það er ekki boðleg nýting, hvorki í úrslitakeppni né æfingaleikjum. Á meðan hafa Keflvíkingar verið mjög svalir á línunni og sett 85% víta sinna niður.Fyrir leik: Þessi rimma er að taka á sig svipaða mynd og Njarðvíkurserían í fyrra. Keflvíkingar unnu fyrsta leikinn hér í Schenker-höllinni, 79-86, eftir framlengingu. Annar leikurinn á mánudaginn var sömuleiðis hnífjafn en Haukar köstuðu frá sér unnum leik. Hafnfirðingar voru átta stigum yfir, 65-73, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en Davon Usher sá til þess að sigurinn endaði Keflavíkurmegin en hann skoraði 15 síðustu sinna manna. Lokatölur 84-82, Keflavík í vil.Fyrir leik: Haukum var einnig sópað út í átta-liða úrslitunum í fyrra, þá af Njarðvíkingum. Þrátt fyrir sópið voru leikirnir mjög jafnir en Njarðvík vann leikina þrjá með samtals 12 stigum.Fyrir leik: Staða Hauka er ósköp einföld. Þeir verða að vinna leikinn í kvöld, annars bíður þeirra snemmbúið sumarfrí.Fyrir leik: Góða kvöldið. Velkomin með Vísi í Schenker-höllina þar sem Haukar og Keflavík mætast þriðja sinni. Keflavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur klárað dæmið í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Haukar eru enn á lífi í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta eftir 12 stiga sigur, 100-88, á Keflavík í þriðja leik liðanna í átta-liða úrslitunum á Ásvöllum í kvöld. Sigur heimamanna var sanngjarn en þeir voru sterkari aðilinn nær allan leikinn, ef frá eru taldar lokamínútur fyrri hálfleiks og upphafsmínútur þess seinni. Haukarnir voru örlítið hikandi í byrjun leiks og Keflvíkingar komust í 3-8 eftir þriggja mínútna leik. En þá fór Haukasóknin í gang svo um munaði. Boltinn gekk vel hjá heimamönnum sem voru duglegir að finna Alex Francis sem skoraði 10 stig í 1. leikhluta. Haukur Óskarsson, sem átti erfitt uppdráttar í fyrstu tveimur leikjunum, fann sig einnig vel og skoraði 10 stig í fyrri hálfleik. Haukar leiddu með 10 stigum, 30-20, að loknum 1. leikhluta og voru með myndarlega forystu bróðurpartinn af 2. leikhluta. Keflvíkingar voru samt alltaf inn í leiknum, þökk sé sóknarfráköstum (níu í fyrri hálfleik) og flottu framlagi frá gömlu mönnunum, Damon Johnson og Gunnari Einarssyni, sem skoruðu 12 og níu stig í fyrri hálfleik. Þegar tvær og hálf mínútur voru eftir af 2. leikhluta voru Haukar 12 stigum yfir, 47-35. Þeir gerðust hins vegar kærulausir í vörninni, brutu klaufalega af sér og sendu leikmenn Keflavíkur ítrekað á vítalínuna. Gestirnir skoruðu 10 síðustu stig fyrri hálfleik, þar af komu sex af vítalínunni. Francis var stigahæstur Hauka í hálfleik með 12 stig en hann hafði hægt um sig í 2. leikhluta þar sem hann skoraði aðeins tvö stig. Haukur kom næstur með 10 stig. Damon og Gunnar voru atkvæðamestir hjá gestunum, auk þess sem Davon Usher fór í gang undir lok hálfleiksins. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Damon var áfram öflugur inni í teignum og svo fóru þriggja stiga skotin að detta. Arnar Freyr Jónsson kom gestunum yfir, 51-54, með einu slíku, í fyrsta sinn frá því snemma í 1. leikhluta. Haukar svöruðu þessu áhlaupi ágætlega, komust snemma í skotrétt í 3. leikhluta og breyttu stöðunni úr 54-57 í 67-59. Sóknarleikur Keflvíkinga fór versnandi eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Haukarnir náðu aftur góðu forskoti. Um miðjan 4. leikhluta var munurinn 12 stig, 84-72, og það bil náðu gestirnir frá Keflavík ekki að brúa. Keflvíkingar áttu einfaldlega ekki nógu mörg svör við varnarleik Hauka og þá var vörn gestanna of holótt í kvöld gegn góðu liði Hafnfirðinga. Lokatölur 100-88, en liðin mætast í fjórða sinn í Keflavík á mánudaginn kemur. Haukur var stigahæstur í liði Hauka með 23 stig, auk þess sem hann tók sjö fráköst. Francis skilaði einnig flottum tölum; 22 stigum, 13 fráköstum, sex stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Bakverðirnir Emil Barja og Kári Jónsson voru einnig öflugir. Emil var með 16 stig og 10 stoðsendingar og Kári skilaði 15 stigum og átta stoðsendingum. Þá átti Helgi Björn Einarsson fína innkomu af bekknum og skilaði átta stigum. Usher var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 19 stig og átta fráköst en hann hefur oft leikið betur. Damon skoraði 18 stig og tók sjö fráköst og Gunnar skilaði 11 stigum, en níu þeirra komu í fyrri hálfleik.[Bein lýsing]Leik lokið | 100-88 | Þar með það komið á hreint. Liðin mætast í fjórða sinn á mánudaginn suður með sjó.40. mín | 97-85 | Þetta er komið í hús hjá Haukum. Við fáum leik númer fjögur á mánudaginn.39. mín | 90-80 | Helgi brýtur á Usher í þriggja stiga skoti. Hann setur öll vítin niður. Helgi hefur lokið leik og fær gott klapp frá stuðningsmönnum Hauka.38. mín | 88-77 | Valur Orri, sem hefur verið í felum mestallan leikinn, setur niður þrist og gefur Keflvíkingum von. Francis slekkur í vonarglæðunni með körfu hinum megin. Hann er þrátt fyrir allt kominn með 20 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar.36. mín | 84-72 | Haukur heldur áfram að skora. Kominn með 20 stig. Munurinn er 12 stig. Sigurður tekur leikhlé. Ef fram heldur sem horfir fáum við leik fjögur í Keflavík.34. mín | 80-70 | Francis einhendir boltanum ofan í. Tíu stiga munur. Sóknarleikur gestanna er ekki merkilegur þessa stundina.32. mín | 78-67 | Haukur smellir einum þristi niður. Sá er búinn að spila vel. Helgi bætir tveimur stigum við og fær víti að auki sem hann setur niður.Þriðja leikhluta lokið | 70-65 | Keflavík var sterkari framan af leikhlutanum en Haukarnir áttu flottan kafla um miðbik hans og náðu 13-2 kafla. Þeir verða hins vegar að fá meira framlag frá Francis sem er aðeins kominn með fimm stig síðan í 1. leikhluta.30. mín | 69-63 | Davíð Páll með svakalegan snúning og skilar boltanum ofan í. Hann er búinn að vera flottur í þessu einvígi, gamli Haukamaðurinn.29. mín | 69-61 | Helgi Björn með fjögur stig í röð. Alvöru kraftakall þar á ferðinni. 27. mín | 63-59 | Francis brennir af tveimur vítaskotum. Haukarnir eru komnir í skotrétt en það gagnast lítið ef þeir nýta ekki vítin. Það segir sig sjálft.26. mín | 61-57 | Haukur með fjögur stig í röð. Heimamenn komnir yfir á ný. Emil eykur muninn í fjögur stig með þristi.24. mín | 54-57 | Keflavík er komið yfir í fyrsta sinn frá því snemma í 1. leikhluta. Ívar tekur leikhlé. Gestirnir hafa sett niður tvo þrista á skömmum tíma.22. mín | 51-51 | Damon jafnar metin! Hvernig svara Haukarnir þessu?Seinni hálfleikur hafinn | 50-45 | Kristinn Marinós opnar seinni hálfleikinn með þristi. Fimm stiga munur.Fyrri hálfleik lokið | 47-45 | Usher leggur boltann ofan í og minnkar muninn í tvö stig. Frábær sprettur hjá gestunum sem hafa skorað 10 stig í röð. Francis er stigahæstur hjá heimamönnum með 12 stig en Haukur kemur næstur með 10 stig. Gömlu mennirnir hafa verið drjúgir hjá Keflavík; Damon er með 12 stig og Gunnar níu.19. mín | 47-41 | Haukarnir brjóta oft klaufalega af sér og senda Keflvíkinga á vítalínunni. Nú síðast braut Kristinn Marinós á Usher í þriggja stiga skoti. Hann setur öll vítin niður og minnkar muninn aftur í sex stig.18. mín | 47-35 | Haukur smellir niður tveimur þristum í röð og munurinn er orðinn 12 stig. Hann er kominn með 10 stig, tveimur færri en Francis sem vermir bekkinn núna. Bæði lið eru komin með skotrétt.17. mín | 41-35 | Damon skorar og fær víti að auki. 7-0 kafli hjá gestunum. Ívar tekur umsvifalaust leikhlé. Hans menn hafa aðeins gefið eftir síðustu mínúturnar.15. mín | 41-31 | Heimamenn eru enn með fín tök á leiknum. Keflavík er reyndar búið að taka sex sóknarfráköst sem er áhyggjuefni fyrir Hauka. Kári stjórnar sóknarleik þeirra þessa stundina og gerir það ljómandi vel. Strákurinn er kominn með fimm stoðsendingar. Keflvíkingar hafa fengið mjög mikilvægt framlag frá Gunnari sem er kominn með níu stig. Þess má geta að hann og Damon urðu fyrst Íslandsmeistarar með Keflavík 1997, árið sem Kári fæddist.13. mín | 34-25 | Andrés Kristleifsson skorar sín fyrstu stig af vítalínunni. Allt byrjunarliðið hjá Keflavík er utan vallar þessa stundina. Kári kemur aftur inn á hjá Haukum. Hann er kominn með fjögur stig og fimm stoðsendingar.11. mín | 30-23 | Blast from the past. Gunnar Einarsson byrjar leikhlutann á því að setja niður þrist. Hans annar í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 30-20 | Tíu stiga munur. Það er flottur taktur í sóknarleik Hauka sem hafa varla brennt af skoti frá því í byrjun leiks. Francis er kominn með 10 stig og Emil sjö hjá Haukum. Damon er stigahæstur gestanna með sex stig.10. mín | 27-17 | Sóknarleikur Hauka gengur eins og í sögu. Kári setur niður sniðsskot eftir frábæra sendingu Hauks.8. mín | 20-12 | Francis treður með látum og svo neglir Emil niður þristi. 9-0 kafli hjá Haukum. Keflavíkurvörnin er mjög holótt hér í byrjun. Sigurður tekur leikhlé.7. mín | 15-12 | Fjögur stig í röð frá Haukum sem hafa breytt stöðunni úr 9-10 í 15-12. Haukur byrjar vel sem eru jákvæðar fréttir fyrir Hafnfirðinga. Hann hefur ekki fundið sig hingað til í einvíginu.5. mín | 9-8 | Kristinn Marinós með flotta takta og minnkar muninn í eitt stig. Haukur setur svo niður stökkskot og kemur Haukum yfir.3. mín | 3-6 | Damon byrjar vel og er kominn með fjögur stig. Gamli maðurinn ætlar að reynast Keflvíkingum dýrmætur, eina ferðina enn.Leikur hafinn | 0-2 | Þröstur skorar fyrstu stig leiksins eftir hraðaupphlaup.Fyrir leik: Dómarar leiks Tindastóls og Þórs lentu í umferðaróhappi á leið sinni norður, nánar tiltekið á Holtavörðuheiðinni, og af þeim sökum hefur leiknum verið seinkað eins og lesa má um hér. Hann hefst í fyrsta lagi klukkan 21:00.Fyrir leik: Í samtali við Vísi eftir síðasta leik liðanna sagði Damon Johnson óskandi að Keflavík kláraði einvígið í dag: „Ég vill klára þetta á föstudaginn enda þarf ég nokkra daga í hvíld. Ég ætla að gera það sem ég get, eins og liðið, að klára þetta einvígi. Haukar eru með gott lið, þeir eru ungir og mjög orkumiklir og þeir standa saman og eru góðir skotmenn ásamt því að spila ákafa vörn. Þetta verður því ekki auðvelt,“ sagði hinn 41 árs gamli Damon sem er, þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn, gríðarlega mikilvægur fyrir Keflavíkurliðið.Fyrir leik: Keflvíkingar verða án Guðmundar Jónssonar í kvöld en hann glímir við meiðsli í baki. Guðmundur lék ekki með Keflavík á mánudaginn og var minni en hálfur maður síðasta föstudag, þar sem hann skoraði ekki stig og tók ekki frákast á 12 mínútum.Fyrir leik: Push It með Salt-N-Pepa hljómar hér í Schenker-höllinni. Gamalt og gott.Fyrir leik: Einn annar leikur fer fram í úrslitakeppninni í kvöld. Í Síkinu taka Tindastólsmenn á móti Þór frá Þorlákshöfn og geta með sigri sent Þórsara í sumarfrí.Fyrir leik: Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að greina vandamál Haukaliðsins í þessum tveimur leikjum. Það eru blessuð vítaskotin. Haukar eru að jafnaði ekki góðir á vítalínunni (59,2% í deildarkeppninni) en þetta var vandræðalegt í Keflavík á mánudaginn. Haukarnir settu aðeins níu af 24 vítum sínum niður, sem gerir 38% nýtingu. Það er ekki boðleg nýting, hvorki í úrslitakeppni né æfingaleikjum. Á meðan hafa Keflvíkingar verið mjög svalir á línunni og sett 85% víta sinna niður.Fyrir leik: Þessi rimma er að taka á sig svipaða mynd og Njarðvíkurserían í fyrra. Keflvíkingar unnu fyrsta leikinn hér í Schenker-höllinni, 79-86, eftir framlengingu. Annar leikurinn á mánudaginn var sömuleiðis hnífjafn en Haukar köstuðu frá sér unnum leik. Hafnfirðingar voru átta stigum yfir, 65-73, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en Davon Usher sá til þess að sigurinn endaði Keflavíkurmegin en hann skoraði 15 síðustu sinna manna. Lokatölur 84-82, Keflavík í vil.Fyrir leik: Haukum var einnig sópað út í átta-liða úrslitunum í fyrra, þá af Njarðvíkingum. Þrátt fyrir sópið voru leikirnir mjög jafnir en Njarðvík vann leikina þrjá með samtals 12 stigum.Fyrir leik: Staða Hauka er ósköp einföld. Þeir verða að vinna leikinn í kvöld, annars bíður þeirra snemmbúið sumarfrí.Fyrir leik: Góða kvöldið. Velkomin með Vísi í Schenker-höllina þar sem Haukar og Keflavík mætast þriðja sinni. Keflavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur klárað dæmið í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira