Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2015 15:35 Flugfélög hafa ákveðið að yfirfara verkferla sína í kjölfar flugslyssins í Frakklandi. Vísir/GVA Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Bæði Icelandair og Wow Air ætla að taka upp þá vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefanum. Þessi ákvörðun er tekin í vegna þess harmleiks sem átti sér stað þegar aðstoðarflugmaður Germanwings-vélarinnar brotlenti vélinni viljandi í Ölpunum á þriðjudag. Flugstjórinn vélarinnar hafði yfirgefið flugstjórnarklefann til að fara á salernið. Þegar hann kom til baka hafði aðstoðarflugmaðurinn læst flugstjórnarklefanum, hægt á vélinni og sett hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Nú þegar hafa nokkur flugfélög boðað að héðan í frá megi aldrei vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni eftir að þetta kom í ljós í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa tekið upp þessa vinnureglu og að hún komi til framkvæmda strax. „Í framhaldi af þessum fréttum af ástæðum flugslyssins í Frakklandi hefur Icelandair ákveðið að taka þessa vinnureglu upp í flugi að aldrei séu færri en tveir úr áhöfninni í flugstjórnarklefanum. Þannig að ef annar flugmaðurinn þarf að fara frá þá komi flugfreyja eða flugþjónn inn í klefann,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir fyrirtækið fylgja alþjóðlegum stöðlum og að það sé ekki vinnuregla hjá fyrirtækinu að aldrei megi vera færri en tveir í flugstjórnarklefanum hverju sinni. „En í ljósi þessarar sorglegu fréttar erum við að yfirfæra verkferla og meðal annars mun það fela í sér innleiðingu á þessari reglu,“ segir Svanhvít.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Icelandair WOW Air Þýskaland Tengdar fréttir Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31