Hörð andstaða á þingi við að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 13:12 Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira