Stækka í skugga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2015 15:15 Nusra Front heldur stórum svæðum Sýrlands. Vísir/AFP Vígahópurinn Nusra Front, sem er hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur styrkt stöðu sína á stóru svæði í Sýrlandi. Á meðan alþjóðlegt bandaleg herjar á Íslamska ríkið og athyglin beinist að þeim vegna grimmilegs ofbeldis þeirra, hefur Nusra Front stækkað og styrkst á bakvið tjöldin. Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam. Á vef AP fréttaveitunnar segir að Nusra Front hafi áhrif á aðra uppreisnarhópa sem vesturveldin stefni jafnvel á að reyna að þjálfa og vopnbúa. „Nusra front mun líklega endast lengur í Sýrlandi en ISIS og þeir munu vera mikil ógn gegn Sýrlendingum og vonum þeirra um lýðræðislegt samfélag,“ segir Fawaz A. Gerges, framkvæmdastjóri Mið-Austurlanda miðstöðvar London School of Economics.Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam.Vísir/AFPÍslamska ríkið hjálpaði til við stofnun Nusra Front árið 2012 með að verða þeim út um fjármagn, mannafla og vopn. Árið 2013 slitnaði sambandið á milli samtakanna, en NF sem tengist al-Qaeda hafa starfað með öðrum uppreisnarhópum í baráttu þeirra gegn sýrlenska hernum og Bashar Assad, forseta Sýrlands. Undanfarna mánuði hafa NF sigrað tvo aðra uppreisnarhópa sem höfðu fengið vopn frá Bandaríkjunum og lentu stór hluti vopnanna þá í höndum NF. Þar að auki hafa vígamenn á vegum NF hagað sér grimmilega gagnvart íbúum á yfirráðasvæði þeirra undanfarna mánuði. AP segir frá því í janúar hafi kona verið skotin til bana á götu úti. Þá hafa þeir refsað fólki með því að veita þeim svipuhögg eða jafnvel með því að krossfesta fólk. NF kynnar hins vegar ekki ódæði sín eins og ISIS. Vegna þessara ásakana hafa þeir þó gefið út tilkynningu og segja að þeir refsi eingöngu þeim sem sannað hafi verið að hafi framið glæpi gegn múslímum og vígamönnum. Þeir segja tilgang sinn vera að koma í veg fyrir óréttlæti og að berjast gegn þeim sem heiðri og trú múslíma. Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Vígahópurinn Nusra Front, sem er hluti af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur styrkt stöðu sína á stóru svæði í Sýrlandi. Á meðan alþjóðlegt bandaleg herjar á Íslamska ríkið og athyglin beinist að þeim vegna grimmilegs ofbeldis þeirra, hefur Nusra Front stækkað og styrkst á bakvið tjöldin. Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam. Á vef AP fréttaveitunnar segir að Nusra Front hafi áhrif á aðra uppreisnarhópa sem vesturveldin stefni jafnvel á að reyna að þjálfa og vopnbúa. „Nusra front mun líklega endast lengur í Sýrlandi en ISIS og þeir munu vera mikil ógn gegn Sýrlendingum og vonum þeirra um lýðræðislegt samfélag,“ segir Fawaz A. Gerges, framkvæmdastjóri Mið-Austurlanda miðstöðvar London School of Economics.Nusra hefur barið niður minni uppreisnarhópa og neitt minnihlutahópa til þess að taka upp Íslam.Vísir/AFPÍslamska ríkið hjálpaði til við stofnun Nusra Front árið 2012 með að verða þeim út um fjármagn, mannafla og vopn. Árið 2013 slitnaði sambandið á milli samtakanna, en NF sem tengist al-Qaeda hafa starfað með öðrum uppreisnarhópum í baráttu þeirra gegn sýrlenska hernum og Bashar Assad, forseta Sýrlands. Undanfarna mánuði hafa NF sigrað tvo aðra uppreisnarhópa sem höfðu fengið vopn frá Bandaríkjunum og lentu stór hluti vopnanna þá í höndum NF. Þar að auki hafa vígamenn á vegum NF hagað sér grimmilega gagnvart íbúum á yfirráðasvæði þeirra undanfarna mánuði. AP segir frá því í janúar hafi kona verið skotin til bana á götu úti. Þá hafa þeir refsað fólki með því að veita þeim svipuhögg eða jafnvel með því að krossfesta fólk. NF kynnar hins vegar ekki ódæði sín eins og ISIS. Vegna þessara ásakana hafa þeir þó gefið út tilkynningu og segja að þeir refsi eingöngu þeim sem sannað hafi verið að hafi framið glæpi gegn múslímum og vígamönnum. Þeir segja tilgang sinn vera að koma í veg fyrir óréttlæti og að berjast gegn þeim sem heiðri og trú múslíma.
Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira